Book Creator

Hugleiðingar nema í 5.EE á tímum Covid 19.

by Ellý Erlings Erlingsdóttir

Cover

Loading...
Hugleiðingar nemenda í 5.EE á tímum Covid 19
Loading...
2020 gerðist svolítið hrikalegt sem Ísland hefur aldrei lent í. Einhver í Kína fékk covid og byrjaði að smita alla í kringum sig og covid kom til Íslands. Svo misstu margir vinnuna. Krakkar misstu úr skólanum. Þetta var allveg hræðilegt. Covid 19 gerðist út um allan heim. Og það kom samkomubann út um alla heim. Þetta gerðist í byrjun janúar og samkomubannið byrjaði 16.mars. 

Þegar covid kom til Íslands var ég í fyrstu hrædd en svo vandist ég reglunum. Ég upplifði covid að við vorum alltaf að spritta og þvo okkur um hendurnar og ég mátti ekki knúsa eða heilsa neinum. Ég mátti heldur ekki hitta vinkonur mínar og svo þegar ég mátti leika við þær þá mátti ég ekki leika við þær inni hjá þeim. Ég fékk ekki að koma nálægt ömmu minni eða afa. Það er app inni á skólaipadinum og það heitir hangouts og við stelpurnar töluðum þannig saman þegar við máttum ekki vera að leika. 
Kína
Heiðrún

Íþróttirnar gátu ekki verði í gangi því að það mátti ekki fljúga eða að vera að kássast í öðru fólki. Þannig að í íþróttafréttum var verið að tala bara um hvað sem er. Eins og stráka sem voru að keppa í fifa í tölvunni og hvaða fótbolta menn séu hættir. 
Í skólanum voru svona miljón reglur um covid mátti ekki vera að kássast í öðrum og fullt af öðru. Við misstum af tímum í lotum þannig að við höfum lítin tíma til að gera bangsa í textílment. En það var allt í lagi. Í matsalnum þá máttum við ekki ná í matinn sjálf og í ávaxta áskrift máttum við ekki ná í ávextina sjálf.
Í sjónvarpinu voru margar stöðvar voru opnaðar út af covid 19. Stöðvarnar sem opnuðu fyrir þá sem áttu ekki þessar stöðvar eru bíó stöðin allar stöð tvö  stöðvarnar og margt fleira. 

Íþróttir
Sjónvarp Heiðrún

Þegar skólinn byrjaði aftur fannst mér það vera gott og þá var allt eins og það átti að vera en það var samt þægilegra að vera bara við stelpurnar að læra. Þegar við stelpurnar vorum að læra var allt alltaf svo hljótt en þegar ég byrjaði í skólanum voru mjög mikil læti sérstaklega fyrsta daginn. 
Fólkið sem allt fullorðna fólkið var að tala um er Alma landlæknir, Víðir lögregluþjónn og Þórólfur sjúkdómalæknir. Þetta fólk sagði okkur að halda okkur heima og hjálpa. Við hjálpuðum með því að þvælast ekki fyrir og fá ekki covid. 
Það var erfitt að fá ekki að fara í búðina en það gekk allt vel nú er ég byrjuð í skólanum og ég hef það bara gott. Allt er gott sem endar vel.
Heiðrún
Hvað er covid19
Hvað er covid19? Covid19 er sem margir kalla coronavírus hann er vírus sem breiðist vel og hratt. Coronavírus er mest algengur á Ítalíu og Kína.
Covíd byrjaði sennilega í Kína. Það var fólk sem voru örugglega forvitin og átu leðurblöku. Og í henni var nokkuð sýklar m.a. Covíd19.
Flest íþróttafélög í heiminum voru búið að loka dyrunum þá þyrfti fólk að finna nýjar leiðar til að halda sér í formi.
Fólk sem hafa fengið covíd19 var flest á spítala. Einn maður segir, mér leið eins og það væri trukkur ofan á mér því ég náði ekki andanum. Sem betur fer eru minni líkur að krakkar fá covid19. En ef krakkar fá covíd19 finna þau ekkert eða líður eins og þetta sé flensa.
Það er meiri líkur að maður gæti fengið covid19 ef maður gerir þetta eða ert með þetta: Ef maður reykir, ef maður er með krabbamein, ef maður er með asma.
Daníel
Allir skólar á Íslandi voru með eina klst í skólanum. En í útlöndum voru engir skólar því það var svo mikið smit t.d.London eru engir úti og það er eins og draugabær.
Covíd19 er vírus sem dreifist með snertingum eða menn snerta munninn eða augu. Vírusinn covíd19 mun lifa lengur en aðrir sýklar á stöðum t.d. borðum, hurðahúnum og bara allstaðar.
Mikið af fólki er hrætt við covíd19 og það er ekki skrýtið. Í byrjun var ég smá áhyggjufullur um covíd19. Maður þarf ekki að vera hræddur ef maður þrífur á sér hendurnar, ekki opna margar hurðar, vera bara heima hafa kósí og vera í formi.
Hjá mér var þetta bara fínt. Ég fór alveg frekar oft út. En samt leiðinlegt að það eru engar æfingar. Pabbi minn var í sótkví í tvær vikur. Hann var nefnilega í útlöndum.
Daniel
PrevNext