Book Creator

Hugleiðingar nemenda á tímum Covid 19

by 5.SJ - Selma Jónasdóttir

Cover

Loading...
Hugleiðingar nemenda
Loading...
á tímum Covid19
Loading...
5. SJ-2019-20
Efnisyfirlit

1 Forsíða
2 Efnisyfirlit
3 Kórónaveiran
4 Litla Covid sagan mín
5 Veiran sem lamaði heimsbyggðina
6 Hræðilega martröðin
7 Þetta er algjör martröð
8 Veiran sem setti allt í rúst
10 Endar þetta einhver tímann !!
11 Versta ár lífs míns
12 Veiran sem lamaði heimsbyggðina!
13
14 Kórónaveiran
15 Covid 19
16 Veiran sem ég mun ekki gleyma
17 Lífið


18 Áhrif á heiminn
19 Veiran sem skemmdi allt
20 COVID 19
21 Ljóð
22 Ekki gott að eiga afmæli í samkomubanni
23 Veiran sem setti heiminn á hvolf
24 Veiran sem skaðaði heiminn í ár
25 Versta martröðin
26 Heimurinn veikist!
28 Heimsfaraldurinn mikli
Heims martröð
🦠
Kórónaveiran
Nikulás Dagur
Covid19 veiran kom frá Wuham í Kína. Við höldum að hún hafi komið frá leðurblökum. Kóróna veiran er ný veira sem vísindamenn þekkja ekki. 
Kórónavírusinn er búinn að ógna heiminum mikið. Covid-19 er úðasmitandi og snertismitandi. Það lætur fólk vera mjög veikt og jafnvel dáið. Það eru ekki til lyf fyrir það.

Þá voru engar æfingar. Það var líka bara einn klukkutími í skólanum. Það mátti ekki hitta neina sem þú hittir ekki daglega. Ef svo er þá þarftu að halda tveim metrum. 

Það er misjafnlega slæmt til dæmis á Spáni og Ítalíu. Þar er það mjög slæmt þar en ekki jafn slæmt á Ísland. Það notuðu margir grímur eða plast hanska.

Það fóru mörg fyrirtæki á hausinn. Sum misstu bara mikinn pening. Háskólar og menntaskólar voru lokaðir. Það var fundur á hverjum degi. Þar mættu yfirlögregluþjónn, sóttvarnarlæknir og landlæknir og upplýstu fólk um gang mál.
Mér fannst bara gaman að vera stutt í skólanum en það var leiðilegt að það voru ekki æfingar. Nú er allt að breytast.
Litla Covid sagan mín.
Covid 19 er veira sem kom 2019. Sumir sögðu að hún kom í Kína á meðan aðrir sega að vísindamaður hafi gert hana. Ég held að hún kom frá Kína. Hún kom til Íslands 2020. Það varð samkomubann í nokkra mánuði janúar til maí. Samkomubannið er búið og flest er opið aftur.
Hvernig gerðist þetta? Allir sem trúa að vísindamaður gerði veiruna verða ósamála. Maður borðaði leðurblöku . Þannig varð veiran til. Hvar gerðist þetta. Í borg í Kína. 
Hvað gerðist? Maðurinn sem borðaði leðurblöku og smitaði alla. Eiginlega allir í Kína voru með veiruna. Fullt af gömlu fólki dóu í Kína. Hvers vegna gerðist þetta? Maðurinn vissi ekki af því.
Hvernig mér finnst. Mér finnst þetta alveg ágætt. Ég fór ekki á sund æfingu, ég fór ekki í trommutíma (sem er ekki alveg eins ágætt) og fór bara í klukkutíma í skólann. Áður en skólinn byrjaði fékk pabbi minn veiruna og var í 2 vikna sótkví en pabbi í 3 vikna einangrun. Ég er búinn og bless.
Örn
 Veiran sem lamaði heimsbyggðina
Kórónuveiran eða Covid 19 er veira sem talin er eiga uppruna í leðurblökum í Kína. Hún sýndi sig í lok desember 2019. Hún hefur ógnað mönnum og hefur haft áhrif um allan heim. 

Veiran hefur drepið u.þ.b 300.000 manns og 110.000 þúsund manns hafa látist í Evrópu. 71.þús. hafa látist í Ameríku og þar hafa flestir dáið. Næst flest dauðsföll eru á Englandi og eru þar 30.þús. Síðan á Ítalíu, þar eru 29.þús dauðsföll.

Veiran kom fyrst til Íslands í lok febrúar og 1.700 hafa greinst á Íslandi. 10 hafa látist á Íslandi og faraldrinum fer núna minnkandi. Ekki þekki ég marga sem hafa greinst með veiruna.

Skólar eru nú komnir á fullt og æfingar líka.
Mörg fyrirtæki hafa farið í gjaldþrot og Icelandair hefur sagt upp fullt af starfsmönnum. Meðal þeirra var ömmu minni sagt upp en hún var búinn að vinna þar í 35 ár. Þeim sem ekki voru sagt upp voru búnir að vinna þar í 40 ár.
Ég mátti bara vera heima og fara í skólann í eina klukkustund. Bróðir minn fór í leiksskólann annan hvern dag og mamma mátti bara sinna neyðartilfellum á tannlæknastofunni. Pabbi vann heima inn í bílskúr og var erfitt að ná til hans því hann var alltaf á fundum. Það sem ég byrjaði mikið að gera var að horfa á fréttirnar og æfa mig heima í fótboltanum. Ég var svolítið einmana en ég fékk að leika við vini mína en miklu minna.

Mörg fyrirtæki eru komin í gjaldþrot eða sagt upp starfsmönnum. Margir hafa nýtt sér hlutabótaleiðina eins og til dæmis mamma mín, frænka mín og margir fleiri.

Ég vona að N1 fótboltamótið á Akureyri verði í sumar en það kæmi mér ekki að óvart ef því yrði aflýst. En hvort eð er mun ég fara til Akureyrar því pabbi er búinn að panta það. Ég vona bara að allt verði eins og það var áður.
😷
😷
😷
Júlían
Hræðilega martröðin
Covid 19 byrjaði í Kína 2019 -2020. Hún byrjað í Wuhan sem er í Kína. Fyrsta smitið kom upp í lok árs 2019.Það er ekki ljóst hvernig hún varð til. Sumir telja að hún hafi orðið til á rannsóknastofu. Aðrir segja að það var maður sem át leðurblöku. Það eru líka aðrir sem halda að leðurblaka hefur bitið annað dýr og eitthver borðað það. Fyrst hét veiran Wuhan veiran en síðan í janúar byrjuðu menn að vorkenna Kínverjum þannig að það var breitt um nafn og nú heitir veiran Covid 19 eða kórónuveiran. Þetta byrjaði fyrst hjá Kína og síðan Ítalíu og því næst öllum heiminum. 

Covid 19 er veira sem smitast með snertingu og úða smiti. Veiran er rauð á litinn. Hún hefur haft mikil árhif. Það eru ekki til lyf eða bóluefni við henni. Einkenni hennar eru kvef, lungnabólga og bakverkir. Maðurinn sem fékk veiruna fyrst er búinn að jafna sig.

Það eru 3,85 milljónir sem eru hafa smitast í heiminum, 1,28 milljónir hafa jafnað sig og það eru 270 þúsund búnir að deyja af henni. Það eru margt fólk sem hefur ekki farið út í 2 mánuði út af veirunni.

Veiran hefur mjög mikil áhrif á samgöngur. Það er búið að loka flugvöllum, sumum vinnum og sumum skólum. Í framhaldsskólum þá var kennt á netinu. Sumir grunnskólar kenndu bara í klukkutíma á dag. En það eru líka skólar sem höfðu það í tvo klukkutíma. 
Heima hjá mér fannst okkur þetta mjög skrítið. Allir voru heima allan daginn.
Vigdís Helga
PrevNext