Loading...
GeysissvæðiLoading...

Loading...
Andri Már Sigursveinsson

Geysissvæði í Haukadal er eitt þekktasta goshverasvæði jarðar og er heimsótt af fjölmörgum túristum allsstaðar úr heiminum. Fjölmargir hverir og laugar eru á svæðinu, goshverirnir Geysir og Strokkur eru þekktastir.

Geysissvæðið var friðlýst þann 17. júní 2020 sem náttúruvætti. Svæðið er 1.2 ferkílómetrar að stærð og hefur Umhverfisstofnun eftirlit með því. Markmið með friðlýsingunni er að stuðla að varlveislu sérstæðra jarðmyndanna, hvera, örvera og sérstæðs gróðurs á hverasvæðinu.
Geysissvæðið liggur á háhitasvæði. Háhitasvæði eru svæði þar sem hiti á 1km dýpi er yfir 200°c. Háhitasvæði er iðulega að finna á virkum gos- og rekbeltum, ýmist á flekamótum eða flekaskilum. Ummerki um háhitasvæði á yfirborði jarðar eru brennisteinshverir, gufuhverir, leirhverir og vatnshverir.

Geysissvæði liggur í vesturgosbelti Íslands sem útskýrir jarðhitavirkni svæðisins. Geysir hefur verið misvirkur í gegnum tíðina en skjálftavirkni á suðurlandi hefur stundum hreyft við honum.
Strokkur
Strokkur er virkasti hverinn á geysissvæðinu. Hitastig á yfirborði Srtokks er mjög breytilegt og skiptir verðurfar umhverfis þar miklu máli. Á 1m dýpi er hitastig um 90-95°c og hitnas hverinn niður pípuna.
Suða er ofarlega í hvernum sem má sjá rétt fyrir gos þegar stór loftbóla myndast við yfirborð og síðan má stundum sjá vatnsgos fara upp í gegnum þessa loftbólu. Gosið varður þegar vatn rétt nðan við loftbóluna hvellsýður við sífellt innstreymi heitara vatns rétt við suðumark og þrýstilétti.
Suða er ofarlega í hvernum sem má sjá rétt fyrir gos þegar stór loftbóla myndast við yfirborð og síðan má stundum sjá vatnsgos fara upp í gegnum þessa loftbólu. Gosið varður þegar vatn rétt nðan við loftbóluna hvellsýður við sífellt innstreymi heitara vatns rétt við suðumark og þrýstilétti.

Saga
Fólk hefur lengi heimsótt svæðið en elstu rituðu heimildir um Geysi eru frá 13. öld. og hefur svæðið síðan vakið mikinn áhuga ferða- fræði- og listamanna. Árið 1894 keypti breskur maður hluta hverasvæðisins og rukkaði aðgang að því. Seinna gaf hann svæðið til vinar síns en árið 1935 keypti Sigurður Jónasson landið aftur og gaf það íslensku þjóðinni. Árið 2016 gerðu íslenska ríkið og aðrir eigendur samning um kaup ríkis á öllu landinu og er ríkið orðið eigandi allrar jarðarinnar. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur rannsakaði aldur Geysis og hverasvæðisins um miðja 20. öldina með hjálp gjóskulaga. Hann komst að þeirri niðurstöðu að hverasvæðið væri mörg þúsund ára og hefði jafnvel verið virkt frá því jökla leysti í lok síðasta ísaldarskeiðs.
Umhverfisstofnun. (e.d.). Geysissvæðið.
https://ust.is/nattura/natturuverndarsvaedi/fridlyst-svaedi/sudurland/geysissvaedid/
Umhvefisstofnun.(e.d.). Menning og saga.
https://ust.is/nattura/natturuverndarsvaedi/fridlyst-svaedi/sudurland/geysissvaedid/menning-og-saga/
Umhverfisstofnun. (e.d.). Náttúra og jarðfræði.
https://ust.is/nattura/natturuverndarsvaedi/fridlyst-svaedi/sudurland/geysissvaedid/nattura-og-jardfraedi/
Umhverfisstofnun. (e.d.). Um svæðið.
https://ust.is/nattura/natturuverndarsvaedi/fridlyst-svaedi/sudurland/geysissvaedid/um-svaedid/
https://ust.is/nattura/natturuverndarsvaedi/fridlyst-svaedi/sudurland/geysissvaedid/
Umhvefisstofnun.(e.d.). Menning og saga.
https://ust.is/nattura/natturuverndarsvaedi/fridlyst-svaedi/sudurland/geysissvaedid/menning-og-saga/
Umhverfisstofnun. (e.d.). Náttúra og jarðfræði.
https://ust.is/nattura/natturuverndarsvaedi/fridlyst-svaedi/sudurland/geysissvaedid/nattura-og-jardfraedi/
Umhverfisstofnun. (e.d.). Um svæðið.
https://ust.is/nattura/natturuverndarsvaedi/fridlyst-svaedi/sudurland/geysissvaedid/um-svaedid/