Book Creator

Þróunarverkefni Final

by Hólaborg

Cover

Loading...
Útivera
Loading...
Þátttaka barna í leikskólastarfi
Loading...
Markmið verkefnisins
Markmið verkefnisins er að styrkja kennara og annað starfsfólk leikskólanna í að vinna að sjálfseflingu, skapandi hugsun, félagsfærni og heilbrigði barnanna í leikskólum í daglegu starfi og leik.
Tilgangurinn er að undirstrika mikilvægi þess að koma auga á hugmyndir barnanna og bregðast við þeim með því að huga að skipulagi leikumhverfis, leikefnis, tíma og þeim möguleikum sem börnin hafa til að þróa hugmyndir sínar og leik í daglegu starfi.
Leikskólinn Hólaborg valdi nokkra þætti sem við erum og ætlum að vinna saman með krökkunum:
— Umræða með börnunum um garðinn

— Útieldhús

— Blómaræktun

— Garðstjórar

— Útifjör

— Mála gangstéttir

— Útilistaverk á vegg
Umræða með börnunum um garðinn
Frá því að myndbandið var tekið upp hefur draumur barnanna rætst - börnin eru búin að fá fullt af stórum skóflum sem er svo mikið uppáhalds hjá þeim að þau eru að fela skóflunar fyrir næstu útiveru. Hjólin eru komin út og börnin eru svo dugleg að sópa með þeim svo hægt sé að mála gangstéttina seinna.
Útieldhús
Útfærsla:

— Börnin teikna útieldhús

— Kennarar hafa samtal við börnin og göngutúr úti í garðinum og velja stað hvar væri best að setja upp útieldhús

— Kennarar kanna í kringum hvort það er einhver sem gæti smíðað fyrir okkur útieldhús, börnin geta talað við foreldra heima.
Börnin eru búin að velja stað fyrir úti eldhús.
Í horninu í garðinum okkar er vinsælasti staðurinn fyrir krakka til að leika í eldhúsleikjum, sulla með vatni og drullumalla.
Útieldhús verður gert einfalt, við ætlum aðeins að setja upp nokkra steina og eldhúsplötu því börnin eru svo duglegir að skapa aðstæður sjálf.
PrevNext