Book Creator

Farfuglaverkefni 1. og 2. bekkur

by Sóley Jónsdóttir

Cover

Loading...
Loading...
Farfuglaverkefni unnið í hringekju af 1. og 2. bekk.
Um verkefnið
Hringekja 1. og 2. bekkur. 
Verkefnið er unnið í hringekju hjá 1. og 2 bekk annað hvert skólaár. Nemendur læra helstu einkenni of lifnaðarhætti a. m. k. tveggja fugla. Fimm stöðvar voru í hringekjunni að þessu sinni og unnið með fimm fugla: Kríu, spóa, lóu, kríu og tjald. Unnið var með fuglana á mismunandi hátt.
KRÍAN: Sýndar voru myndir af kríunni og stærð hennar útskýrð en hún er ekki stærri en svo að hún passar í lófa fullorðinnar manneskju. Börnunum sýnt hnattlíkan og heimskort og skoðað hvar Ísland er og Suður-pólinn. Þetta ferðarlag kríunnar rætt og skoðað.  Krían getur orðið u.þ.b. 25 ára og á þeim tíma flogið sömu vegalengd og til tunglsins, aftur til baka og aftur á leið til tunglsins. Krían kemur til Íslands til að verpa og koma ungunum á legg áður en haldið er aftur af stað Suðru -pólsins. Afhverju er hún svona árásargjörn er spurning sem gaman er að ræða og eiga flestir sögur af samskiptum sínum við fuglinn. Krían föndruð og unnið verkefnablað sem sýnir heimskortið og merkt inn flug hennar.
Nemendur fræddust um Lóuna skoðuðu myndir af henni og hlustuðu á hljóð hennar. Rætt var um hvað hún kæmi og hvenær. Nemendur fengu svo maksínupappír sem þau lituðu lóur þau settu þær svo saman og fylltu með pappír til að gera þær líflegri.
Á smíðastöðinni mátti velja sér einhvern af fuglunum fjórum sem verið var að vinna með og mála mynd af honum.
Nemendur fræddust líka um Spóann og hans helstu einkenni skoðuðu þau myndir af honum og fleira inni á fuglavef nams.is. Þau teiknuðu svo mynd af spóa, vaxlituðu útlínurnar og vantslituðu svo myndina.
PrevNext