Book Creator

Úti er ævintýri

by MSHA HA

Cover

Loading...
Úti er ævintýri
Loading...
Alþjóðadagur læsis
8. september
Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur tileinkað 8. september málefnum læsis og hefur dagurinn verið haldinn hátíðlegur víða um heim frá árinu 1965.

Í yfirlýsingu frá UNESCO segir að læsi teljist til grunnlífsleikni, sé kjarni alls náms og varði því alla.
Barnabókasetur, Amtsbókasafnið, Bókasafn HA, Miðstöð skólaþróunar og fræðslusvið Akureyrarbæjar hafa tekið höndum saman og verið með uppákomur í tilefni dagsins síðastliðin ár.
Í hópnum kom upp hugmynd um að tengja læsi og útivist. Sú hugmynd er nú orðin að veruleika með hjálp og stuðningi fjölmargra aðila. Mestan heiður eiga nú samt börnin sem komu á sumarlestrarnámskeið Amtsbókasafnsins og Minjasafnsins en þau völdu, hönnuðu og smíðuðu sögupersónurnar sem nú prýða skóginn.
Ratleikurinn Úti er ævintýri er læsishvetjandi ratleikur um Kjarnaskóg sem er eitt vinsælasta útivistarsvæði landsins.

Leikurinn gengur út á að þátttakendur leita að persónum úr vinsælum barnabókmenntum í skóginum.

Verkefnið sameinar lestur, barnamenningu, útivist, hreyfingu, listsköpun, náttúru- og menningarlæsi.

Verkefnið auðgar menningarlíf í bænum og hvetur bæjarbúa og gesti til að nýta útivistarmöguleikana innan bæjarmarkanna enn betur.

Börn á ýmsum aldri komu að gerð verkefnisins sem unnið var í víðtæku samstarfi stofnana og einstaklinga í bænum.
PrevNext