Book Creator

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull

by Átthagafræði Svanborgardóttir

Cover

Loading...
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
Loading...
Loading...
9. bekkur 2020-2021
Þjóðgarðar á Íslandi
Það eru þrír þjóðgarðar á Íslandi en yfir 100 friðlýstir staðir.
Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður árið 2008. Hann nær yfir allan Vatnajökul og stór svæði í nágrenni hans.
Þingvallaþjóðgarður var stofnaður árið 1928. Hann nær yfir Þingvelli og nánasta umhverfi.
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var stofnaður 28. júní árið 2001. Hann var fyrsti þjóðgarðurinn á Íslandi sem nær út í sjó. Gestastofa þjóðgarðsins er staðsett á Malarifi.
Það er nauðsynlegt að hafa reglur í þjóðgarðinum til að varðveita náttúruna og dýralífið.
Reglurnar eru til dæmis þessar:
1. Allur utanvegaakstur er bannaður.
2. Bannað er að spilla gróðri og dýralífi.
3. Öll skotvopn eru bönnuð.
4. Það þarf leyfi frá landvörðum til að fara á
hestum í þjóðgarðinn.
5. Næturdvöl er bönnuð.
6. Gæludýr þurfa að vera í taumi.
Gestir og þjónusta í Þjóðgarðinum.
Árið 2019 heimsóttu um það bil 500.000 gestir Þjóðgarðinn og 83.000 komu við á gestastofunni í Malarifi.
Árið 2020 heimsóttu töluvert færri Þjóðgarðinn vegna Covid-19 en það komu samt 208.000 gestir og 18.000 komu við í gestastofunni.
Landverðir í Þjóðgarðinum bjóða upp á fræðslugöngur fyrir ferðamenn og heimafólk þar sem gestir eru fræddir um náttúruna í Þjóðgarðinum.
Hellar og Lóndrangar
Að minnsta kosti 20 hraun tilheyra jöklinum og láglendisgígum.
Það eru vel yfir 100 hellar í Þjóðgarði Snæfellsjökulls einn af þeim er Vatnshellir en hann myndaðist þegar gaus í Purkhólum.
Vatnshellir er 200 metra langur og 35 metra djúpur.
Lóndrangar eru gígtappar en gígurinn er að mestu horfinn. Kristnidrangurinn er 75 metra hár en Heiðardrangurinn er 61 metra hár.
Aldur á örnefnum
Nútímahraun er allt hraun sem er talið yngra en 10.000 ára gamalt.
Saxhóll 4000 til 4500 ára gamall.
Rauðhóll 3900 ára gamall.
Sjónarhóll 1800 ára gamall.
Purkhólar er elstur af þessum hólum 6000 til 8000 ára gamall.
PrevNext