Book Creator

Bókaveisla 2018

by Átthagafræði Svanborgardóttir

Cover

Loading...
Bókaveisla 2018 - Árgangur 2003
Loading...
Bókaveisla 10. bekkjar fór fram á Klifi 10. desember 2018. Þetta var í 16. sinn sem grunnskólanemendur standa að kynningu á rithöfundum Bókaveislunnar, en hátíðin var í fyrsta skipti haldin árið 2002 og þá að frumkvæði Framfararfélags Ólafsvíkur. Frá upphafi hefur sú hefð haldist að bjóða rithöfundum í súpu með nemendum áður en farið er inn á Klif.
Loading...
Þetta skjal árita rithöfundar fyrir nemendur og er sett upp í skólanum
Nemendur snæddu kjötsúpu með höfundum
Rithöfundar
Rithöfundar sem komu og lásu upp úr bókum sínum á Klifi voru, Hallgrímur Helgason, Yrsa Sigurðardóttir, Þorgrímur Þráinsson, Auður Ava Ólafsdóttir og Einar Kárason.
Hér koma kynningar á rithöfundunum frá nemendum.
Comic Panel 1
Comic Panel 2
Comic Panel 3
Comic Panel 4
Þorgrímur Þráinsson           

Þorgrímur Þráinsson er rithöfundur sem skrifar barna og unglingabækur. Þorgrímur fæddist í Reykjavík og flutti til Ólafsvíkur ungur að aldri.
Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og stundaði nám í frönsku við Sorbonne í París. Hann hefur unnið sem blaðamaður og var ritstjóri Íþróttablaðsins og ritstjórnarfulltrúi barnablaðsins ABC.
Þorgrímur hefur gefið út 31 bók. Hann hefur fengið verðlaun fyrir barnabókina Ertu guð afi? og fyrir bókina Margt býr í myrkrinu.

Hann hefur einnig unnið fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu undanfarin ár. Þorgrímur var beðinn um að vinna fyrir landsliðið fyrir 11 árum. Hann hefði viljað vera leikmaður í þessu liði en hann var 30 árum á undan þessum frábæra hóp. Þorgrímur var 100 daga með landsliðinu árið 2018 og segir hann að hver dagur sé eftirminnilegur.

Bækur Þorgríms fjalla oftast um stráka sem eru á aldrinum 12-16 ára. Á þessum aldri dreymir marga að verða fótboltastjörnur. Bækurnar fjalla oft um vandamál unglinga sem að flestir ganga í gegnum. Uppáhalds bókin hans er Ertu Guð afi? en hann segir hana fjalla um fegurð lífsins. Þorgrímur á fleiri uppáhalds bækur t.d. Allt hold er hey, Hjálp, Núll núll 9 og Margt býr í myrkinu.
PrevNext