Book Creator

Bókaveisla 2018

by Átthagafræði Svanborgardóttir

Pages 2 and 3 of 16

Bókaveisla 2018 - Árgangur 2003
Bókaveisla 10. bekkjar fór fram á Klifi 10. desember 2018. Þetta var í 16. sinn sem grunnskólanemendur standa að kynningu á rithöfundum Bókaveislunnar, en hátíðin var í fyrsta skipti haldin árið 2002 og þá að frumkvæði Framfararfélags Ólafsvíkur. Frá upphafi hefur sú hefð haldist að bjóða rithöfundum í súpu með nemendum áður en farið er inn á Klif.
Loading...
Þetta skjal árita rithöfundar fyrir nemendur og er sett upp í skólanum
Loading...
Loading...
Nemendur snæddu kjötsúpu með höfundum
Loading...
Loading...
Loading...
Rithöfundar
Rithöfundar sem komu og lásu upp úr bókum sínum á Klifi voru, Hallgrímur Helgason, Yrsa Sigurðardóttir, Þorgrímur Þráinsson, Auður Ava Ólafsdóttir og Einar Kárason.
Hér koma kynningar á rithöfundunum frá nemendum.
Comic Panel 1
Comic Panel 2
Comic Panel 3
Comic Panel 4
Þorgrímur Þráinsson           

Þorgrímur Þráinsson er rithöfundur sem skrifar barna og unglingabækur. Þorgrímur fæddist í Reykjavík og flutti til Ólafsvíkur ungur að aldri.
Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og stundaði nám í frönsku við Sorbonne í París. Hann hefur unnið sem blaðamaður og var ritstjóri Íþróttablaðsins og ritstjórnarfulltrúi barnablaðsins ABC.
Þorgrímur hefur gefið út 31 bók. Hann hefur fengið verðlaun fyrir barnabókina Ertu guð afi? og fyrir bókina Margt býr í myrkrinu.

Hann hefur einnig unnið fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu undanfarin ár. Þorgrímur var beðinn um að vinna fyrir landsliðið fyrir 11 árum. Hann hefði viljað vera leikmaður í þessu liði en hann var 30 árum á undan þessum frábæra hóp. Þorgrímur var 100 daga með landsliðinu árið 2018 og segir hann að hver dagur sé eftirminnilegur.

Bækur Þorgríms fjalla oftast um stráka sem eru á aldrinum 12-16 ára. Á þessum aldri dreymir marga að verða fótboltastjörnur. Bækurnar fjalla oft um vandamál unglinga sem að flestir ganga í gegnum. Uppáhalds bókin hans er Ertu Guð afi? en hann segir hana fjalla um fegurð lífsins. Þorgrímur á fleiri uppáhalds bækur t.d. Allt hold er hey, Hjálp, Núll núll 9 og Margt býr í myrkinu.
Einar Kárason
Einar Kárason

Einar Kárason er rithöfundur og ljóðskáld. Hann fæddist í Reykjavík þann 24. nóvember árið 1955. Einar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina og fór í nám í bókmenntasögu við Háskóla Íslands. Einar hefur starfað sem rithöfundur síðan 1978 en áður vann hann ýmis störf. Hann byrjaði feril sinn með birtingu ljóða í bókmenntatímaritum. Árið 1981 gaf hann út sína fyrstu skáldsögu, Þetta eru asnar Guðjón.

Einar hefur skrifað margar bækur en er best þekktur fyrir þríleikinn Þar sem djöflaeyjan rís, Gulleyjuna og Fyrirheitna landið. Gerð hafa verið leikrit og kvikmynd byggð á Djöflaeyjunni en hún er um líf fjölskyldu eftir stríðsárin. Einar hefur einnig skrifað bækurnar Stormfuglar, Kvikasilfur, Óvinafagnaður, Stormur og Ofsi svo eitthvað sé nefnt. Einar er mjög fjölhæfur og hefur t.d. skrifað barnabækur, fjórtán skáldsögur, ævisögur, kvikmyndahandrit, ljóð og smásögur og hafa bækur hans verið þýddar á um 10 tungumál og komið út víða um heim.

Einar sagði okkur að uppáhaldsbókin sem hann hefur skrifað sé yfirleitt sú nýjasta og nú er það Stormfuglar. Einar fær innblástur sinn frá fólki sem hann umgengst, kynnist, fylgist með, talar við og af sögum sem hann heyrir og les.
Uppáhalds rithöfundur Einars er Sturla Þórðarson sem skrifaði bókina Sturlungu.
PrevNext