Book Creator

Fiskverkanir vor 2019

by Átthagafræði Svanborgardóttir

Cover

Loading...
Fiskvinnsla og vettvangsferð
Loading...
Loading...
7. bekkur - árgangur 2006
Um ferðirnar
Nemendur í 7. bekk fóru í tvær vettvangsferðir um miðjan maí 2019. Annars vegar í heimsókn í Hraðfrystihús Hellissands til að skoða fiskverkunarfyrirtæki sem vinnur ferskan fisk í frost og hins vegar í Valafell í Ólafsvík til að skoða fyrirtæki sem verkar saltfisk.

Í Hraðfrystihúsi Hellissands tóku Mæja og Óli á móti nemendum og þeim voru sýnd mismunandi vinnslurými fiskverkunarinnar, allt frá móttöku til pakkningar fisks til flutnings með flugi á markaði erlendis. Að auki sýndi Baldi þeim frystivélarnar í húsinu. 

Í Valafelli tók Sæunn á móti hópnum í kaffistofu Valafells þar sem hún fræddi nemendur um ýmsa þætti er lúta að rekstri fyrirtækisins, eins og sögu þess, um bát í þeirra eigu og hvar þau kaupa fisk fyrir utan þann afla sem hann kemur með auk fleiri þátta. Teni leiddi því næst nemendur í gegnum fiskverkunina og sýndi þeim verkunarferli þorsks í saltfisk sem var áhugavert að sjá.
Valafell - saltfiskverkun
Ánægður hópur eftir heimsókn í Valafell.
Hraðfrystihús Hellissands
allir komnir í flottan hlífðarfatnað.
Fylgst með í vinnslusal HH
PrevNext