Book Creator

Vorferð 2023 3. og 4. bekkur

by Átthagafræði GSnb

Cover

Loading...
Vorferð 3. og 4. bekkar 2022 - 2023
Lýsuhóll og Selafjaran
Loading...
Á hverju ári fara nemendur 3. og 4. bekkjar saman í vorferðalag. Að þessu sinni var farið í Selafjöruna og í sund á Lýsuhóli. Við hófum ferðina á því að sækja krakkana í Lýsuhólsskóla og fórum svo saman í fjöruna. Þar var margt og mikið að sjá. Við fengum okkur ávexti, lékum okkur með fötur og skóflur, skoðuðum smádýrin í fjörupollunum og brölluðum ýmislegt. Eftir fjöruferðina var farið upp á Lýsuhól þar sem við borðuðum hádegismat. Við borðuðum úti í góða veðrinu og allir fengu samloku og safa. Síðan var farið í sund og var misjöfn upplifun á lauginni en allir virtust glaðir og sáttir eftir sundið. Síðan var haldið heim á leið eftir skemmtilegan og góðan dag.
PrevNext