Book Creator

Rjúkandavirkjun 2019-2020

by Átthagafræði Svanborgardóttir

Cover

Loading...
Rjúkandavirkjun
Loading...
Loading...
Loading...
7. bekkur vorið 2020
Vettvangsferð í Rjúkandavirkjun
Nemendur í 7. bekk skólaárið 2019-2020 fóru í vettvangsferð í Rjúkandavirkjun í maí 2020. Ferðin er hluti af námskrá átthagafræðinnar í 7. bekk og hefur beina tengingu í námsefni þeirra um orku og virkjanir.

Ferðin hófst á því að keyrt var upp að stíflumannvirkjunum, því næst kíktum við í heimsókn í starfsstöð Rarik í Ólafsvík. Mikki verkstjóri tók á móti nemendum og fræddi þá um starfsemina sem fer fram þar og á svæði þeirra á Snæfellsnesi. Að því búnu heimsóttum við stöðvarhús Rjúkandavirkjunnar ásamt Mikka og þar tók Siggi vélstjóri einnig á móti nemendum. Þeir fræddu nemendur enn frekar um allt sem fyrir bar og sýndu þeim húsnæði og vélar stöðvarinnar. Allar díselvélar stöðvarinnar voru gangsettar þennan dag þannig að nemendur fengu að upplifa kraftinn, hitann og hávaðann sem því fylgdi. Einnig skoðuðu nemendur safn stöðvarinnar á annarri hæð hússins.

Ferðin tókst í alla staði frábærlega og þökkum við kærlega fyrir góðar móttökur.
PrevNext