Book Creator

Skógrækt

by Átthagafræði Svanborgardóttir

Cover

Loading...
Ganga í skógræktina í Ólafsvík
Loading...
Eitt af verkefnum 8.bekkjar í átthagafræði er að fá kynningu á félögum starfandi í Snæfellsbæ. Að þessu sinni fengum við Skógræktarfélag Ólafsvíkur, Lionsklúbbinn Rán og Soroptimistaklúbb Snæfellsness til að kynna starfsemi sína.

Verkefni hófst með því að gjaldkeri Skógræktafélags Ólafsvíkur Hilmar Már Arason kom og talaði við nemendur í skólastofunni. Eftir fyrirlesturinn var farið í skógræktina og að gömlu réttinni. Á leiðinni var stoppað við Mósteinsskiltið. Gengið eftir reiðveginum og við Ollakofa fórum við eftir stígnum í gegnum skógræktina. Ársvöxtur grenitrjáa skoðaður og spáð í trjátegundir. Við réttina var búið að kveikja eld á pönnunni okkar og nemendur fengu kakó og kex. Síðan var gengið að Þumlinum og fossarnir skoðaðir. Enduðum síðan á að fara í feluleik í skóginum .
Loading...
8. bekkur 2019-2020
PrevNext