Loading...
Árgangur 2010 - 5. bekkurBæjarfoss, Ennið, Bekkurinn
Loading...



Nemendur fóru í göngutúr að Bæjarfossi um haustið og aftur í febrúar. Þeir unnu með ljóð um Bæjarfoss og fylgdust með honum allan veturinn þar sem hann sést vel út um gluggann úr kennslustofunni þeirra.

Nemendur unnu mósaíkmyndir af Bæjarfossi. Þeir fengu að velja hvaða árstíð væri en bekkurinn skoðaði myndir af fossinum á mismunandi árstíðum.





Nemendur löbbuðu upp á Enni og að Bekknum í seinni gönguferðinni í febrúar og þótti skemmtilegt. Sumir voru að labba upp á Enni í fyrsta skipti.
