Book Creator

Almenn líffræði_MA_haust2023

by Brynja Finnsdóttir - MA

Pages 2 and 3 of 305

Comic Panel 1
THE ULTIMATE
Multipurpose textbook for students of all ages
LÍFF1GL05

Almenn líffræði
By Author Name
Tekið saman af Brynju Finnsdóttur og Ragnheiði Tinnu Tómasdóttur
Menntaskólinn á Akureyri
Haustönn 2023
Comic Panel 1
Loading...
Mynd 1.0. DNA
Comic Panel 1
Loading...
Efnisyfirlit
Loading...
1.kafli. Hvað er líffræði?

2.kafli. Fruman

3.kafli. Frumuhimna, efnaskipti og veirur

4.kafli. Erfðafræði

5.kafli Mannslíkaminn

6.kafli. Æxlun og fósturþroski

7.kafli. Þróun og flokkunarfræði
Loading...
6

24

46

58

82

106

120
1.kafli
Hvað er líffræði?
1.1. Líffræði sem vísindagrein
1.2. Vísindaleg aðferð
1.3. Einkenni lífvera
1.4. Frumukenningin
1.5. Byggingarefni lífvera
1.5.1. Ólífræn efni
1.5.2. Lífræn efni
1.1. Líffræði sem vísindagrein
Líffræði er fræðigrein sem fjallar um lífið í allri sinni fjölbreyttustu mynd, allt frá minnstu lífefnasameindum upp í flóknustu vistkerfi, frá bakteríum upp í stærstu hvali og hávöxnustu tré. Eða með öðrum orðum, frá einfrumungum til flókinna fjölfrumunga. Líffræði fjallar um einkenni tegunda og aðgreiningu þeirra, um innri starfsemi lífvera og hegðun, um samfélög og vistkerfi, útbreiðslu og breytingar í stærð stofna. Hún fjallar um lögmál erfða og þróunar og áhrif umhverfisbreytinga og manna á lífríkið. Líffræði er mikilvæg fyrir ábyrga nýtingu á lífverum, fyrir náttúruvernd, heilsu og líftækni. Fagið er mjög víðfermt og greinist í margar undirgreinar svo sem frumulíffræði, dýrafræði, grasafræði, erfðafræði, örverufræði, sameindalíffræði  umhverfisfræði, þróunarfræði, lífeðlisfræði og vistfræði.  

Líffræðin hefur þróast mjög hratt á undanförnum áratugum og hafa komið fram ýmsar nýjar undirgreinar eins og sameindalíffræði og erfðatækni er tækni byggð á sameindalíffræðinni og erfðafræði þar sem notast er við lífverur til að framleiða afurðir eða hraða (breyta) náttúrulegum ferlum. Erfðatæknin er eitt besta dæmið um hagnýtingu líffræðinnar. 
RAMMAGREINAR
Víðsvegar í bókinni má finna stuttar rammagreinar í boxum eins og þessu. Rammagreinarnar eru stuttar og fjalla oftast um áhugaverð efni sem tengjast námsefninu.
Mynd 1.1. Fruma. Allar lífverur eru myndaðar úr einni eða fleiri frumum
Comic Panel 1
Feitletruð orð í textanum eru orð og hugtök sem nauðsynlegt er að kunna skil á. Gott er að glósa og/eða yfirstrika þessi orð.
Speech Bubble
1.2. Vísindaleg aðferð
Aðferðir vísindamanna til að rannsaka viðfangsefni sín eru margvíslegar en aðalsmerki þeirra sem iðka vísindi eru vönduð vinnubrögð og vakandi hugur. Vísindaleg aðferð er röð af skrefum fylgt eftir af vísindarannsóknum til að svara ákveðnum spurningum um náttúruna. Þegar talað er um að e-ð sé ,,vísindaleg sannað“ má gera ráð fyrir að traustum, vísindalegum, vinnubrögðum hafi verið beitt
Skref vísindalegrar aðferðar felast í:
Athugun. Athugun á viðfangsefninu sem
stendur til að rannsaka.
Rannsóknarspurning er sett fram í kjölfar athugunar.
Tilgáta. Rökkstudd ágiskun um líklegt svar við rannsóknar-spurningunni er sett fram.
Rannsóknir eða tilraunir eru notaðar til að athuga hvort að tilgátan sem sett var fram er sönn. Niðurstöður tilgátna geta leitt til nýrra tilgátna ef sú fyrsta reynist ekki rétt. Tilraunir verða að vera vandaðar og þær verður að vera hægt að endurtaka.
Kenning/niðurstaða. Síðasta skref vísindalegrar aðferðar felst í framsetningu á niðurstöðu. Ef að þær tilraunir sem voru framkvæmdar styðja við tilgátuna sem sett var fram er hægt að setja fram kenningu. Ef að rannsóknirnar styðja hinsvegar ekki við tilgátuna er ekki hægt að setja fram kenningu. Mögulega þarf að framkvæma fleiri rannsóknir og/eða breyta tilgátunni.
● Athugun
● Rannsóknarspurning
● Tilgáta
● Tilraun
● Kenning
PrevNext