Book Creator

Fatasóun

by Drífa Björt Ólafsdóttir

Cover

Loading...
Fatasóun
Loading...
Loading...
Bók fyrir 5. - 10. bekk
Loading...
Höfundar: Ania Czeczko, Arnar Páll Rúnarsson, Björk Baldursdóttir, Drífa Björt Ólafsdóttir, Hafdís Arna Sigurðardóttir, Karen Sveinsdóttir, Maríanna Jónsdóttir, Steinunn Traustadóttir og Þórdís Ylfa Þórsdóttir
Efnisyfirlit
Inngangur .......................................................................................................... 3

Bómullinn og vatnseyðslan ................................................................... 4

Eiturefnin ............................................................................................................ 5

Hvar eru fötin búin til? .............................................................................. 6

Bangladesh ........................................................................................................ 7

Skyndtíska .......................................................................................................... 8-9

Hvað verður um fötin okkar ................................................................. 10-11

Hvar enda fötin? ......................................................................................... 12-13

Hvað getum við gert betur? ................................................................ 14

Hugsum okkur um ...................................................................................... 15

Hvetjum fólk til að kynna sér skynditísku ...................................16

Heimildaskrá ................................................................................................... 17
2
Við heitum Sara og Heimir. Við erum 13 ára gömul og áhugamálið okkar er að VERSLA! Við elskum að kaupa okkur ný föt og viljum helst ekki vera í sama outfittinu tvisvar.

Í skólanum í gær var kennarinn að fjalla um hugtakið fatasóun. Hann sagði að það væri major vandamál. Fatasóun? Hvað er það eiginlega? Ég meina það er búið að búa til öll þessi föt og það yrði bara sóun að kaupa þau ekki!

Við skulum kíkja á hvaðan fötin okkar koma og hvert þau fara og sjá hvort kennarinn hafi rétt fyrir sér. Komið með okkur í þetta ferðalag!
3
Bómullinn og vatnseyðslan
Það efni sem er hvað mest notað í fötin okkar er bómull. Það kom okkur gífurlega á óvart þegar við áttuðum okkur á öllu því vatni sem notað er til þess að framleiða bómul.
Jakkinn sem Heimir er í, þurfti 10.330 lítra af vatni bara til þess að rækta bómulinn fyrir jakkann. 10 þúsund lítrar er eins og 10 ár af drykkjarvatni fyrir eina manneskju! Vatn er undirstaðan í því svo líf geti þrifist. Og svo er fólk í heiminum sem býr við vatnsskort.
Á myndinni hér til hliðar má sjá tank sem hefur að geyma 10.000 lítra af vatni.

4
Eiturefni
Það kom okkur líka gífurlega á óvart þegar við komumst af því að mikið magn skaðlegra efna er notað í framleiðslu á fötum og öðrum textílvörum. Í framleiðslu á einum stuttermabol geta verið notuð 3 kíló af efnum. Þau efni eru litarefni, efni sem vinna gegn myglu og svitalykt, auk bakteríudrepandi efna sem geta stuðlað að sýklalyfjaónæmi. Ekki nóg með það að þessi efni geta haft skaðleg áhrif á okkur sjálf, heldur ekki síður umhverfið.

5
Hvar eru fötin búin til?
Við sjáum á miðunum í fötunum okkar að mikið af þeim eru búin til í löndum í Asíu, eins og Bangladesh, Kambódíu og Kína. 
Við skulum skella okkur til Bangladesh og kíkja á hvernig fötin okkar verða til. 
Við heimsækjum verksmiðju sem býr til föt fyrir búðir sem við verslum mikið í. 
Þar hittum við Bithi en hún er 15 ára og vinnur í verksmiðjunni.
Bithi, 15 ára
6
PrevNext