Book Creator

Málþroski og bernskulæsi

by Birta Ethel

Pages 2 and 3 of 45

Málþroski og bernskulæsi
Kynningarefni fyrir foreldra leikskólabarna í leikskólanum Iðuhlíð

Birta Ethel Guðbjartsdóttir
Háskólinn á Akureyri
Loading...
Inngangur
Loading...
Þessi bæklingur er bæklingur fyrir ímyndaða leikskólann Iðuhlíð. Þetta er mitt lokaverkefni í málþroska og bernskulæsi, áfanga við Háskólann á Akureyri. Bæklingurinn er hugsaður sem bæði hagnýtar upplýsingar fyrir foreldra um það hvernig þau geti haft áhrif á þessa þætti sem og upplýsingabók um starfið okkar í leikskólanum. Markmiðið er semsagt að bæklingurinn fræði foreldra um hugtökin málþroski og bernskulæsi og gefi þeim innsýn inn í okkar starf innan leikskólans. Við gerð þessa bæklings höfum við til hliðsjónar góðar heimildir um efnið.
Loading...
,,Meginmarkmið læsis er að nemendur séu virkir þátttakendur í að umskapa og umskrifa heiminn með því að skapa eigin merkingu og bregðast á persónulegan og skapandi hátt við því sem þeir lesa með hjálp þeirra miðla og tækni sem völ er á. Aðalnámskrá leikskóla, 2013''
Loading...
,,Meginmarkmið læsis er að nemendur séu virkir þátttakendur í að umskapa og umskrifa heiminn með því að skapa eigin merkingu og bregðast á persónulegan og skapandi hátt við því sem þeir lesa með hjálp þeirra miðla og tækni sem völ er á. Aðalnámskrá leikskóla, 2013''
Fræðikafli:

Á næstu síðum koma nokkrar útskýringar á hugtökum, hugtökum sem skipta miklu máli þegar kemur að viðfangsefninu. Hugtökin eru málþroski, bernskulæsi og læsi í leikskólum. Það skiptir miklu máli að við séum öll meðvituð um hvað börnin eru að læra/þróa í leikskólanum. Börn koma snemma í leikskólann og byrjar þar strax kennsla sem mun halda áfram út lífið.
Þegar við eignumst barn hafa þau eingöngu gráturinn til þess að tjá sig. Eftir einhvern tíma breytist það og í stað þess að gráta fara þau að tjá sig á annan hátt. Börnin koma inn í heiminn og foreldrar hlusta eftir gráti, hjali eða ósjálfráðum hljóðum til þess að eiga í samskiptum við börnin. Foreldrar heyra grátur og hugsa þá hvað vantar henni/honum/hánum. Barnið fer síðan að þróa með sér samskiptahæfni og tungumálagetu. Þá fer það að hafa meiri áhrif og er málið gríðarlega mikilvægt til þess að vera virkur einstaklingur í daglegu lífi. Tungumál er eitt af okkar stærstu verkfærum, en það gerir okkur kleift að eiga í samskiptum, hugsa og læra. Til þess að eiga í samskiptum þurfum við að geta búið til tengsl við annað fólk með tali. Við þurfum að geta átt í samskiptum við fólk til þess að hafa áhrif, hlusta, búa til tengsl, leika og læra. Í okkar læsa samfélagi eru kröfur á að við lærum að lesa og skrifa en það opnar svo margar dyr í lífi einstaklings og gerir okkur kleift að taka fullan þátt í samfélaginu. Við erum svo heppin að búa í samfélagi þar sem allir fá tækifæri til þess að læra að lesa og skrifa. Við þurfum einnig tungumálið til þess að taka inn upplýsingar, geyma þær, fá meiri þekkingu og gerast skapandi (Neum, Sally, 2012).
Málþroski
Þegar við eignumst barn hafa þau eingöngu gráturinn til þess að tjá sig. Eftir einhvern tíma breytist það og í stað þess að gráta fara þau að tjá sig á annan hátt. Börnin koma inn í heiminn og foreldrar hlusta eftir gráti, hjali eða ósjálfráðum hljóðum til þess að eiga í samskiptum við börnin. Foreldrar heyra grátur og hugsa þá hvað vantar henni/honum/hánum. Barnið fer síðan að þróa með sér samskiptahæfni og tungumálagetu. Þá fer það að hafa meiri áhrif og er málið gríðarlega mikilvægt til þess að vera virkur einstaklingur í daglegu lífi. Tungumál er eitt af okkar stærstu verkfærum, en það gerir okkur kleift að eiga í samskiptum, hugsa og læra. Til þess að eiga í samskiptum þurfum við að geta búið til tengsl við annað fólk með tali. Við þurfum að geta átt í samskiptum við fólk til þess að hafa áhrif, hlusta, búa til tengsl, leika og læra. Í okkar læsa samfélagi eru kröfur á að við lærum að lesa og skrifa en það opnar svo margar dyr í lífi einstaklings og gerir okkur kleift að taka fullan þátt í samfélaginu. Við erum svo heppin að búa í samfélagi þar sem allir fá tækifæri til þess að læra að lesa og skrifa. Við þurfum einnig tungumálið til þess að taka inn upplýsingar, geyma þær, fá meiri þekkingu og gerast skapandi (Neum, Sally, 2012).
Hvernig þróast málþroskinn?
Börnin byrja á að babbla oft í kringum 6 mánaða. Babblið er verulega mikilvægt fyrir komandi málþroska en barnið er að æfa sig fyrir næstu skref. Börn byrja líka að þekkja raddir, sækjast eftir viðbrögðum (með öskri eða gráti), öll hljóð verða sterkari og barnið verður almennt meðtækilegra fyrir hljóðum. Þetta er allt undirbúningur fyrir tungumálið sem barnið ætlar að tileinka sér (Neaum, Sally,2012). Það er mjög mismunandi hvenær börn byrja að segja fyrstu orðin sín. Börn geta byrjað allt frá 9 mánaða til 2 ára. Fyrst nota þau eitt orð sér og með aldrinum fara þau að mynda setningar. Oftast byrja þau á því að segja orð sem er tileinkað einhverri manneskju eða eitthvað sem þau gera. Til dæmis mamma, pabbi, drekka og svo framvegis. Það er talið vera orð þegar barnið notar mögulega nammi fyrir að borða. Við vitum hvað barnið meinar og þetta er barnið að tjá sig með orði. Fyrstu orðin eru eithvað sem þau þekkja eða þau eru vön að hafa í kringum sig. Þetta getur verið manneskja, líkamspartur, matur eða dýr. Það er allt í lagi að kenna barninu auðveldari leið til þess að segja orð, til dæmis brabra fyrir önd eða bíbí fyrir fugl. Þetta gerir foreldri til þess að gera barninu auðveldara fyrir að tjá sig. Frá tveggja ára aldri læra börnin ýmist 8-11 orð á mánuði. Þegar þau hafa náð tökum á 50-100 orðum stækkar orðaforðinn hratt og erfiðara verður að fylgjast með nýjum orðum (Honig, A. S., 2007, bls. 583-584).
Bernskulæsi
Bernskulæsi er lestrarhegðun leikskólabarna. Börn sem byrja í grunnskóla þurfa að vera búin að tileinka sér ákveðna lestrarhegðun sem snýst um færni, þekkingu og viðhorf. Við sem foreldrar, kennarar eða umsjónarmenn höfum mikil áhrif á lestrarhegðun ungra barna. Við þurfum ekki að setja kröfur á börn að vera læs þegar þau útskrifast heldur að þau séu með ákveðna færni í lestri sem við hjálpum þeim að eflast í. Bækur, samskipti, umhverfið og fleira hefur áhrif á lestrarhegðun barna. Til þess að barnið fái sem mest út úr bernskulæsi ættu heimili og skólar að halda utan um það og hafa allt það sem eflir þau til lesturs til staðar (Lesvefurinn, e.d.). Bækur þurfa að vera aðgengilegar og lesnar fyrir börnin, samskipti þurfa að vera mikil og hvetjandi og umhverfið þarf að hvetja börnin til læsis. Umhverfið skiptir miklu máli í leikskólum þegar kemur að læsi og þá skiptir máli að ritföng og bækur séu aðgengilegar, leikföng og efniviður sé hvetjandi til samskipta, hægt er að setja upp allskonar myndir og verkefni sem hvetja til læsis og margt fleira. Allir ættu að geta búið til góða lærdómsaðstöðu fyrir börn sem eru að stíga sín fyrstu eða síðustu skref í bernskulæsi. Samskipti er gríðarlega stór þáttur af bernskulæsi og það skiptir miklu máli hvernig við tölum við börnin okkar.
PrevNext