Book Creator

Nú býr Lili á Íslandi

by Stefanía Ólafsdóttir

Pages 2 and 3 of 46

Loading...
Loading...
Bókina tileinka ég Evan, fyrrverandi nágranna mínum og vini
Bókin var lokaverkefni til B.Ed. prófs frá Háskóla Íslands árið 2020. Leiðbeinandi var Kristín Jónsdóttir, dósent á Menntavísindasviði HÍ. Greinargerð um lokaverkefnið er aðgengileg á skemman.is

Bók þessa má eigi afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar.

ISBN 978-9935-25-293-7
Þessi bók er skrifuð með það í huga að vera skemmtileg og lærdómsrík, bæði fyrir börn og fullorðna. Bókin skiptist í tvo hluta.

1. Sagan um Lili ásamt orðskýringum. Orðskýringarnar hjálpa til við að auka orðaforða og gefa innsýn í íslenska menningu.

2. Ýmis fróðleikur og ábendingar fyrir foreldra. Upplýsingarnar eru skrifaðar á einföldu máli og er skipt niður eftir köflum bókarinnar.

Ég hvet ykkur til að ræða saman um söguna og orðskýringarnar. Þið getið einnig nýtt ykkur upplýsingarnar til þess að gera skemmtilega hluti saman.

Ég óska ykkur góðra lestrarstunda.
Í dag er föstudagur og Lili er á leiðinni heim úr skólanum. Það er dimmt og kalt úti en Lili er ekkert kalt. Hún er nefnilega svo vel klædd. Hún er í hlýjum kuldagalla, með lambhúshettu og vettlinga. Hún er líka í mjúkum ullarsokkum sem pabbi keypti handa henni í gær. Pabbi vildi alls ekki að Lili yrði kalt í skólanum. Manni líður ekki vel þegar manni er kalt, hafði pabbi sagt við Lili.
Lambhúshetta: Húfa sem hylur bæði höfuð og háls. Hún var notuð þegar bændur í gamla daga fóru í lambhús til að sinna lömbunum. Lambhúshetta er hlý og sérstaklega þægileg fyrir börn.
PrevNext