Book Creator

Skipaskurður í Montreal

by Salvör Kristjana Gissurardóttir

Cover

Loading...
Skipaskurður í Montreal
Loading...
Loading...
Höfundur
Salvör Gissurardóttir
2019
Vorið 2016 fórum við til Montreal. Við leigðum íbúð nálægt miðbænum. Það var falleg íbúð en umhverfið í kring var eins og sambland af iðnaðarsvæði, niðurnifssvæði og blokkum í byggingu og var umlukt vatnaskurðum og stórum umferðarmannvirkum. Rétt hjá okkur voru risastór ryðguð járnsíló. Við hliðina á því lýsti ljósaskilti efst á einni yfirgefinni verksmiðjubyggingu.
Hvar vorum við eiginlega?
Hver var saga þessa hverfis?

Við vorum í hverfinu Griffintown og við hliðina var Lachine skipaskurðurinn. 
Griffintown var einu sinni iðnaðarhverfi og hverfi það sem innflytjendur frá Írlandi bjuggu og unnu við verksmiðjurnar í kring.
Lachine skipaskurðurinn kemur mikið við sögu Montreal.
Ég ætla að fara til Kína!
Thought Bubble
Orðið Lachine merkir Kína. Hvers vegna er þessi skipaskurður og svæðið kringum hann kennt við Kína? Jú, það er vegna þess að árið 1534 sendi Frakkakonungurinn Francis I kapteinn Jacues Cartier að nafni af stað á skipi til að finna siglingaleið til Asíu en þaðan kom gull og krydd og fleiri munaðarvörur sem konungar girnast. 
Jacques Cartier náði að ströndum Kanada og sigli upp fljótið mikla og var sannfærður um hann finndi siglingaleiðina til Kína ef hann kæmist upp. 
Er ég núna kominn til Kína?
Hvar er allt gullið og kryddið?
Speech Bubble
En hann komst ekki lengra en að Montreal eyju því þar voru miklar flúðir í fljótinu. Svo voru sett tvo virki þarna. Á Montreal eyju var lítil hæð sem hann nefndi Konungsfjallið (Mount Royal).
Í kringum 1820 var gerður skipaskurðurinn Lachine til að skip og bátar kæmust upp fljótin framhjá flúðum. Þá gátu skipin siglt með varning ennþá lengra upp í land. Þessi skipaskurður var síðan mikið endurbættur og dýpkaður. 
Hér er kort af Vancouver eyju það sem Mount Royal hæðin er merkt inn. Beina strikið fyrir neðan er Lachine skipaskurðurinn.
PrevNext