Book Creator

Frístundalæsi: Foreldrahandbók

by Frístundalæsi

Cover

Loading...
Loading...
Fyrir yngsta stig grunnskóla
Loading...
Handbók fyrir foreldra með skemmtilegum hugmyndum að læsiseflandi smáforritum fyrir börn
Frístundalæsi
Góð þekking á íslensku er einn helsti grunnþáttur þess að börn verði að virkum þegnum í íslensku samfélagi og öðlist tækifæri í námi, leik og starfi. Frístundalæsi er hugmyndabanki fyrir frístundaheimili unnin í samstarfi við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Þar má finna fjölbreytt verkefni sem nota má til að efla mál og læsi barna með skemmtilegum óhefðbundnum aðferðum.

Frístundalæsi leggur áherslu á reynslunám barna og að virkja þau til þátttöku með áhugahvatningu. Félagsleg hugsmíðahyggja og að læra í gegnum leik er einnig leiðarljós Frístundalæsis þar sem þekkingarsköpun á sér stað með leik og í samskiptum við aðra. 
Hlekkur á heimasíðu Frístundalæsis
Í ljósi þeirra breyttu aðstæðna sem börn og foreldrar glíma við þessa stundina á tímum samkomubanns er þörf að aðlaga fjölbreytt verkefni sem börn geta unnið í frítíma sínum.

Höfundar Frístundalæsis vilja leggja sitt að mörkum og hafa því valið nokkur verkefni af heimasíðunni Frístundalæsi, sem notuð eru af frístundaheimilum til eflingar máls og læsis barna og hafa aðlagað verkefnin að þörfum barna og foreldra.

Verkefnin sem öll eru unnin með aðstoð smáforrita eru hugsuð sem skemmtileg verkefni sem foreldrar geta unnið með börnum sínum á heimilum og/eða nærumhverfi.
Frístundalæsi fyrir foreldra
Í ljósi þeirra breyttu aðstæðna sem börn og foreldrar glíma við þessa stundina á tímum samkomubanns er þörf að aðlaga fjölbreytt verkefni sem börn geta unnið í frítíma sínum.

Höfundar Frístundalæsis vilja leggja sitt að mörkum og hafa því valið nokkur verkefni af heimasíðunni Frístundalæsi, sem notuð eru af frístundaheimilum til eflingar máls og læsis barna og hafa aðlagað verkefnin að þörfum barna og foreldra.

Verkefnin sem öll eru unnin með aðstoð smáforrita eru hugsuð sem skemmtileg verkefni sem foreldrar geta unnið með börnum sínum á heimilum og/eða nærumhverfi.
Handbók þessi er meðal annars rituð á grunni rannsóknar og handbókar sem höfundar gerðu sumarið 2018 með styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna Rannís í samstarfi við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands.
Miðlalæsi fjallar um þekkingu, færni og skilning til að nýta fjölmiðla á öruggan og skilvirkan hátt. Þegar fjallað er um miðla er átt við dagblöð, tímarit, bækur, sjónvarp, kvikmyndir, tölvuleiki, netið og tónlist. Oft er vísað til fjölmiðla sem fjórða valdsins til þess að undirstrika mikilvægi þeirra í lýðræðissamfélögum. Með örum tækniframförum skipa miðlar jafnframt veigamikinn sess í öllum nútímasamskiptum bæði meðal barna og fullorðinna.

Með því að efla miðlalæsi eykst færni barna til að skilja hvernig fjölmiðlar hafa áhrif á þau sem einstaklinga þar sem miðlar geta mótað val, myndað skoðanir og skapað barnamenningu. Miðlalæsi hvetur börnin til gagnrýnnar hugsunar og gefur þeim tækifæri til að skilja samfélag sitt á greinargóðan hátt.
Hvað er verið að efla? Tæknikunnáttu, samskiptafærni, samfélagsvitund og gagnrýna hugsun
Miðlalæsi
Miðlalæsi fjallar um þekkingu, færni og skilning til að nýta fjölmiðla á öruggan og skilvirkan hátt. Þegar fjallað er um miðla er átt við dagblöð, tímarit, bækur, sjónvarp, kvikmyndir, tölvuleiki, netið og tónlist. Oft er vísað til fjölmiðla sem fjórða valdsins til þess að undirstrika mikilvægi þeirra í lýðræðissamfélögum. Með örum tækniframförum skipa miðlar jafnframt veigamikinn sess í öllum nútímasamskiptum bæði meðal barna og fullorðinna.

Með því að efla miðlalæsi eykst færni barna til að skilja hvernig fjölmiðlar hafa áhrif á þau sem einstaklinga þar sem miðlar geta mótað val, myndað skoðanir og skapað barnamenningu. Miðlalæsi hvetur börnin til gagnrýnnar hugsunar og gefur þeim tækifæri til að skilja samfélag sitt á greinargóðan hátt.
Hlaðvarpsþáttagerð
Anchor er hlaðvarpsforrit þar sem hægt er að klippa saman hljóð, lesa inn á, búa til eða bæta við tónlist. Einfalt og skemmtilegt í notkun.

Leiðbeiningar:
Til þess að hefjast handa við að búa til útvarpsþátt er fyrsta skref að huga að dagskrárgerð. Það þarf að ákveða um hvað þátturinn á að vera og hvað á að koma fram.

Þegar dagskráin hefur verið ákveðin í samráði við barnið/börnin er hægt að byrja að taka upp. Ef um reglulegan hlaðvarpsþátt er að ræða er best að byrja á því að taka upp þá hluta sem munu koma fyrir í hverjum þætti svo sem upphafs- og lokakveðjur. Auðvelt er að taka aðeins einn hluta upp í einu og þá lagfæra og færa til dagskráliði eftir á svo óþarft er að einbeita sér að röð dagskráliða.

Þegar allt efni hefur verið tekið upp er hægt að hefjast handa við eftirvinnsluna. Hægt er að setja inn ýmis hljóð og stef auk þess sem hægt er að velja skemmtilega tónlist til þess að brjóta upp þáttinn. Þegar þátturinn er tilbúinn er hægt að hlaða honum á netið.
PrevNext