Book Creator

prufa

by Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir

Cover

Loading...
Kynfræðsla
Loading...
kynþroski- getnaður- meðganga
Loading...
Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir
Rounded Rectangle
Hæ!
Þið eruð að hefja lotu í kynfræðslu. Í þessari lotu eru helstu markmiðin þau að þið kynnist kynþroskanum, hvað veldur honum og hver eru helst áhrifin sem hann hefur á líkama okkar og sál. Einnig fræðumst við um kynlíf, hvað þarf að varast og hvað fylgir því að stunda kynlíf.
Gott að hafa í huga
Kynþroskinn
Kynþroskinn er tímabil í lífi okkar þegar æxlunarfærin þroskast og líkaminn er undirbúinn undir það að geta eignast afkvæmi. Kynþroskinn hefst löngu áður en við tökum eftir líkamlegum breytingum því fyrst þarf heilinn að senda skilaboð til kynkirtlanna. Þetta ferli hefst einhvern tíman á bilinu 8- 16 ára.
Heiladingull (e. pituitary gland) er innarlega í heilanum. Hann sendir hormón til kynkirtlanna.
Eggjastokkar geyma eggin en framleiða einnig kynhormónin estrógen og progesterón. Estrógen hefur t.d. þau áhrif á kynþroskanum að auka fitusöfnun líkamans og stækka brjóstin. Eftir að kynþroskanum hefur verið náð stjórna hormónin tíðahringnum.
Eistu framleiða sáðfrumur og hormónið testósterón. Testósterón veldur mörgum breytingum annarsstaðar í líkamanum sem við tengjum við kynþroskann, auknum hárvexti og vöðvamassa, dýpri rödd og dýpri rödd.
Kynþroskinn hefst á mismunandi tímum hjá kynjunum, líffræðilegar stelpur byrja yfirleitt u.þ.b. tveimur árum fyrr en strákar.
PrevNext