Book Creator

Dagskipulag 3 ára (brekka)

by Hjalli

Cover

Loading...
Dagskipulag
2-3 ára
Loading...
Loading...
Álfaheiði
Loading...
Deilum gildum okkar til að skapa betri heim
Starfsfólk
Halldóra Björk Sölvadóttir. Leikskólakennari og deildarstjóri.
Marta Ólöf Jónsdóttir leiðbeinandi, Leikskólabrú FB
Þórdís Hauksdóttir, leiðbeinandi
Björk Angantýsdóttir, leikskólasérkennari.
Mynd vantar
María Gabriela, leikskólakennari
Á deildinni eru börn á aldrinum 2-3 ára. Markmið okkar er að börnunum líði vel og reynum við að skapa umhverfi og aðstæður svo þau upplifi traust, öryggi og vellíðan í leikskólanum. Á þessum aldri tekur þroski barna kipp á mörgum sviðum. Málþroski eykst og þau hafa aukna þörf fyrir að segja frá og eiga í samskiptum við aðra, tilheyra hóp og læra ímyndunar- og hlutverkaleiki. Leiðtogar verða til, þau læra að bera ábyrgð á sjálfum sér t.d. við matarborðið og á baðherberginu. Umræða um líðan og tilfinningar er mikilvæg og að viðurkenna tilfinningar sínar. Kynjamunur gæti aukist, hvernig þau nálgast hvert annað í leik, hvern þau leika við o.s.frv.

Í leikskólanum upplifa börn gleði, fá að takast á við ögrandi viðfangsefni, læra að deila með sér og leika við aðra, sýna umburðarlyndi, hjálpsemi og bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.
Byrjun dags
Í byrjun dags er frjáls leikur til 8:30 þegar morgunmatur byrjar. Börnin sækja í rólegri leiki, klippa, líma, teikna, perla o.fl.
“Börnin hafa aðgang að skapandi og ögrandi umhverfi, bæði úti og inni, þar sem tækifæri eru til að beita fín- og grófhreyfingum.”
Úr námskrá fyrir 3-4 ára börn í leikskólum Kópavogur.
Morgunmatur
Það er hafragrautur og ávextir frá kl 8:30-9:00.
“Börnin upplifa rólegt og notalegt andrúmsloft.”
Úr námskrá fyrir 3-4 ára börn í leikskólum Kópavogur.
PrevNext