Book Creator

Hjólaferð og fiskaverkefni 4. bekkjar 2023

by Átthagafræði Svanborgardóttir

Cover

Loading...
Hjólaferð og fiskaverkefni
4. bekkjar 2023
Loading...
Hjólaferðin hófst á Hellissandi. Hjólað var inn á Rif og Sjávariðjan skoðuð í tengslum við fiskaverkefni sem 4. bekkur vinnur á hverju ári. Þar tóku Íris Ósk og Alexander á móti okkur, sýndu okkur starfsemina og sögðu frá. Þar sem engin vinnsla var í húsinu sökum fiskleysis voru þau svo almennileg að hafa samband við fiskmarkaðinn og voru starfsmenn þar búnir að græja kör með allskyns fiskum fyrir okkur. Þar sýndi Alexander okkur fiskana og sagði okkur hvað þeir heita: þorskur, ýsa, ufsi, steinbítur, langa, keila, skata, djúpkarfi, karfi og hlýri. Eftir heimsóknina kíktum við til Gunnars Bergmanns sem leyfði okkur að skoða hjá sér og fengu þeir sem vildu að halda á krabba.
Síðan var hjólað í fuglaskoðunarskýlið þar sem við fengum okkur nesti.
Krakkarnir voru ekki komnir með nóg af því að hjóla svo við hjóluðum inn að flugvellinum og skoðuðum okkur aðeins um þar.
Að lokum var komið að heimferð og hjólað aftur í skólann með nokkrum pásum inn á milli. Þar beið okkar dýrindis veisla í boði foreldra sem voru svo yndislegir að baka fyrir okkur pítsasnúða, skinkuhorn, muffins og skúffuköku.

Kærar þakkir til allra sem komu að ferðinni okkar.
Íris og Alli tóku á móti okkur, sýndu okkur vélarnar og sögðu okkur frá því sem fram fer í Sjávariðjunni.
PrevNext