Book Creator

Jarðskjálftabæklingur

by Amanda Bríet Bergþórsdóttir

Cover

Loading...
Jarðskjálftar
Loading...
Loading...
Amanda Bríet og Kolfinna Eir
Það eru til þrennskonar jarðskjálftar, P bylgja, S bylgja og Yfirborðs bylgja. Áhrif jarðskjálfta geta verið svakalegar og rifið upp jörðina en geta einnig verið það litlir að það finnst ekki fyrir þeim.
Speech Bubble
Við jarðskjálfta losnar spenna sem hefur verið að safnast upp í mörg hundruð ár í jarðskorpunni.
Speech Bubble
 Við upptök jarðskjálfta losnar spenna sem myndast vegna núnings milli jarðskorpu fleka.
Speech Bubble
Allar hreyfingar sem eiga sér stað inni í jörðinni kallast innræn öfl, þær valda jarðskjálftum, eldgosum, gliðnun á úthafshryggjum og myndun fellingafjalla. Hreyfingar jarðskorpu lekanna valda jarðskjálftum þegar þeir rekast á, eða nuddast saman.
Innræn öfl:  
Speech Bubble
Útræn öfl eru gjarnan sett undir einn hatt með hugtakinu landmótun sem er síðan skipt upp í veðrun og rof. Veðrun er molnun bergs á staðnum, meðan rof flytur til efnið sem við hana myndast.
Útræn öfl:
Speech Bubble
Upplýsingar um hvaða hættur geta stafað af jarðskjálftum:
Speech Bubble
Talið er að fara rólega út eftir skjálfta. Mörg slys verða þegar fólk hleypur út í óðagoti eftir jarðskjálfta. Gott er að vera vel klæddur ef yfirgefa þarf húsið, sérstaklega að vetri til.
Ef þú ert innandyra þegar jarðskjálfti byrjar– ekki hlaupa af stað.
• Haltu kyrru fyrir, mörg slys verða þegar hlaupið er af stað
• Farðu undir borð eða rúm, verðu höfuð og háls, haltu þér í sterkbyggð húsgögn
• Krjúptu niður í horni við burðarvegg eða í hurðaropi við burðarvegg. Gætið fyllstu varúðar og skoðið flóttaleið út eftir skjálftann.
• Verðu höfuð þitt og andlit með kodda- ef þú vaknar upp við jarðskjálfta
• Haltu þig frá gluggum – þeir geta brotnað
• Láttu þína nánustu vita af þér með SMS þegar jarðskjálftnn hættir
Ef þú er utandyra þegar þú finnur jarðskjálfta – ekki hlaupa inn
• Vertu áfram úti – reyndu að finna skjól til að krjúpa, skýla, halda
• Reyndu að koma þér frá byggingum sem geta hrunið
• Grjóthrun, skriður og snjóflóð geta fallið úr hlíðum og fjalllendi
• Raflínur eru hættulegar ef þær slitna – varist að snerta þær
• Reyndu að komast á opið svæði þar sem byggingar þrengja ekki að
Farðu frá ströndinni ef þú ert á svæði þar sem hætta er á flóðbylgju
Ef þú ert að keyra þegar þú finnur jarðskjálfta:
• Leggðu ökutæki og stoppaðu. Vegir og brýr geta skemmst í jarðskjálfta
• Hafðu sætisbeltin spennt
• Haltu kyrru fyrir ef þú ert í bíl þar sem hann getur varið þig gegn brotum og braki sem hægt er að verða fyrir í jarðskjálfta – hlustaðu á útvarpið, þar koma jafnan fyrstu upplýsingarnar um jarðskjálftann.
PrevNext