Book Creator

Rjúkandavirkjun

by Svanborg Tryggvadóttir

Cover

Loading...
Rjúkandavirkjun - vatnsaflsvirkjun í heimabyggð.
Loading...
Loading...
7. bekkur - árgangur 2005
Nemendur í 7. bekk heimsóttu Rjúkandavirkjun 23. maí 2018. Rjúkandavirkjun er staðsett rétt vestan við Ólafsvík. Hún var formlega gangsett 18. september 1954.

Vettvangsferðin hófst á því að keyrt var að stíflumannvirkjunum ofan við fossinn Rjúkanda sem virkjunin dregur nafn sitt af. Þar var stoppað í stutta stund og þaðan var farið í stöðvarhúsið. Þar tóku Mikki og Siggi á móti nemendum og fræddu þá um starfsemina í húsinu.

Nemendur sáu t.d. hvar aðrennslispípan kemur inn í húsið og tengist við vatnshjólið sem knýr rafalinn. Það var ýmislegt sem bar fyrir augu og m.a. var sett í gang fyrir nemendur ein af díselvélum virkjunarinnar sem sér byggðarlaginu fyrir rafmagni ef bilanir eru í raforkukerkinu.
Gamalt vatnshjól.
Bútur af gamalli vatnslögn.
PrevNext