Book Creator

Hvalaskoðun haust 2017

by Svanborg Tryggvadóttir

Cover

Loading...
Hvalaskoðun á Breiðafirði
Loading...
Loading...
10. bekkur MLG - Árgangur 2002
Hvalaskoðun á Breiðafirði
Hluti af námskrá 9. bekkjar í átthagafræði er að fara í hvalaskoðun að vori. Ekki gafst færi á að fara á sjóinn í hvalaskoðun vorið 2017 og því var ferðinni frestað til haustsins.

Þann 29. ágúst 2017 fóru nemendur í 10. bekk í hvalaskoðunarferð í yndislegu veðri. Það var mikil upplifun að stíga ölduna í þriggja tíma ferð út á Breiðafjörð og nemendur stóðu sig mjög vel.

Landsýnin var stórkostleg, við sáum nokkrar hrefnur og líklega sást tvisvar til hnúfubaks þegar hann blés. Láki Tours bauð nemendum í ferðina og þökkum við þeim kærlega fyrir okkur.
Lagt úr höfn frá Ólafsvík á Láka, veðrið sem við fengum í ferðinni var yndislegt.
Hafflöturinn skoðaður í leit að hvölum.
Ennið í fjarska.
Jón Viðar, Margrét sif, Birgitta og Júlía Rós
Bartosz, Beniamin, Vigfús, Kristján, Emil, Aron, Kristinn, Jón Viðar.
PrevNext