Book Creator

Hvalaskoðun haust 2017

by Svanborg Tryggvadóttir

Pages 2 and 3 of 14

Hvalaskoðun á Breiðafirði
10. bekkur MLG - Árgangur 2002
Loading...
Hvalaskoðun á Breiðafirði
Loading...
Hluti af námskrá 9. bekkjar í átthagafræði er að fara í hvalaskoðun að vori. Ekki gafst færi á að fara á sjóinn í hvalaskoðun vorið 2017 og því var ferðinni frestað til haustsins.

Þann 29. ágúst 2017 fóru nemendur í 10. bekk í hvalaskoðunarferð í yndislegu veðri. Það var mikil upplifun að stíga ölduna í þriggja tíma ferð út á Breiðafjörð og nemendur stóðu sig mjög vel.

Landsýnin var stórkostleg, við sáum nokkrar hrefnur og líklega sást tvisvar til hnúfubaks þegar hann blés. Láki Tours bauð nemendum í ferðina og þökkum við þeim kærlega fyrir okkur.
Loading...
Lagt úr höfn frá Ólafsvík á Láka, veðrið sem við fengum í ferðinni var yndislegt.
Loading...
Hafflöturinn skoðaður í leit að hvölum.
Ennið í fjarska.
Jón Viðar, Margrét sif, Birgitta og Júlía Rós
Bartosz, Beniamin, Vigfús, Kristján, Emil, Aron, Kristinn, Jón Viðar.
Sæbjörg, Birgitta Sól, María Ósk, Mýra og Kristín.
Það var gaman að sjá heimaslóðirnar frá öðru sjónarhorni.
PrevNext