Book Creator

Dagsskipulag Bakki

by Leikskólinn Arnarsmári

Cover

Loading...
Leikskólinn Arnarsmári

Dagsskipulag

Bakki
Loading...
Starfsfólk á Bakka 2023 - 2024
Hagnýtar upplýsingar
Á Bakka eru börn fædd 2020 og 2021.
Yngri árgangurinn kallast Gormar en eldri árgangurinn Grallarar.

Ásamt því að vera inni á deild hafa börnin einnig aðgang að holukubbum, leiksmiðju og listasmiðju.
Síminn á Bakka er 441-5313
Farsími: 621-4141
Ef foreldrar eru með spurningar/vangaveltur er oft auðvelt að ná sambandi við deildarstjóra í síma.
Völu appið, fyrir android - fyrir iphone.
Hægt er að nýta það til að tilkynna fjarvistir og veikindi barna auk þess að senda skilaboð.
Morgunmatur
Við borðum morgunmat frá 8:15 - 8:45.
Á boðstólnum er hafragrautur með ýmsu sem er hægt að setja út á, eins og rúsínum, banana, kanil og fleiru.
Á föstudögum er hinsvegar ristað brauð.
Vinafundur
Vinafundur byrjar kl 9:00
Á vinafundi förum við í gegnum daginn.
Ræðum hverjir eru mættir, hvort einhverjir séu veikir og syngjum vinalagið.

Umsjónarmaður athugar veðrið og segir hinum frá því hvernig sé best að klæða sig þegar farið er út.
Eftir vinafund fáum við ávexti/grænmeti.
Lubbi
Lubbi mætir einu sinni í viku, á vinafundi, með málhljóð vikunnar.
Börnin læra meðal annars hvernig hljóðin eru táknuð. Auk þess ríma þau við orð sem eiga málhljóðið og hlusta á söguna sem tengist málhljóðinu.
Hvert málhljóð á sér líka sitt lag.
PrevNext