Book Creator

Dagsskipulag Gulldeild

by Leikskólinn Arnarsmári

Cover

Loading...
Leikskólinn Arnarsmári

Dagsskipulag

Gulldeild
Loading...
Starfsfólk á Gulldeild 2023- 2024
Hagnýtar upplýsingar
Á Gulldeild eru börn á elsta ári leikskólans, fædd 2018.
Gulldeildin er staðsett í miðrými skólans. Börnin hafa aðgengi að holukubbum, leiksmiðju, listasmiðju ásamt matsalnum þegar ekki er verið að borða þar.
Síminn á Gulldeild er 441-5315
Farsími: 621-4129
Ef foreldrar eru með spurningar/vangaveltur er oft auðvelt að ná sambandi við deildarstjóra í síma.
Völu appið, fyrir android - fyrir iphone.
Hægt er að nýta það til að tilkynna fjarvistir og veikindi barna auk þess að senda skilaboð.
Morgunmatur
Við borðum morgunmat frá 8:15 - 8:45.
Á boðstólnum er hafragrautur með ýmsu sem er hægt að setja út á, eins og rúsínum, banana, kanil og fleiru.
Á föstudögum er hinsvegar ristað brauð.
Við fáum svo ávexti/grænmeti um kl 10.
Vinafundur
Vinafundur byrjar kl 9:00.
Á vinafundi förum við í gegnum daginn.
Ræðum hverjir eru mættir, hvort einhverjir séu veikir og syngjum vinalagið. Við erum svo með veðurfræðing sem segir okkur hvaða dagur er, hvernig veðrið er og hvernig við ætlum að klæða okkur í útiveru.
Lubbi
Lubbi mætir einu sinni í viku með málhljóð vikunnar.
Börnin læra meðal annars hvernig hljóðin eru táknuð og svo finna þau orð sem byrja á/enda á/eða hafa málhljóðið í miðju.
Hvert málhljóð á sér sinn söng.
PrevNext