Book Creator

Kynningarbæklingur fyrir foreldra

by Leikskólinn Arnarsmári

Cover

Loading...
Velkomin í Leikskólann Arnarsmára
Loading...
Loading...
Loading...
Leikskólastjóri: Bryndís Baldvinsdóttir

Aðstoðarleikskólastjóri: Hildur Kristín Helgadóttir

Sérkennslustjóri: Hrafnhildur Steinþórsdóttir

Deildarstjóri á Engi: Silja Guðbjörg Hafliðadóttir

Deildarstjóri á Bakka: Elín Guðrún Ingvarsdóttir

Deildarstjóri á Brekku: Tanja Gunnarsdóttir

Deildarstjóri á Akri: Guðný Þórisdóttir

Deildarstjóri á Gulldeild: Arnar Þór Hafsteinsson
Loading...
Allt starfsfólk leikskólans er bundið þagnarskyldu og þær upplýsingar sem starfsmaður fær um barnið eru trúnaðarmál og helst þagnarskylda þó látið sé af starfi.
Aðlögun
Að byrja í leikskóla er ný reynsla bæði fyrir börn og foreldra. Mikilvægt er að staðið sé vel að aðlögun frá upphafi til að gera leikskólagöngu barnsins sem ánægjulegasta.
Foreldrar nýrra barna fá fund með leikskólastjóra þar sem þeir skoða leikskólann, fræðast um starfsemi hans og gera dvalarsamning.
Aðlögun tekur um eina viku. Barnið fær hólf í fataherberginu til þess að geyma útifötin sín og skúffu inni á deild fyrir persónulega muni og listaverk sem það mun skapa í framtíðinni.
Deildarstjóri boðar foreldra barnsins í viðtal nokkrum vikum eftir að aðlögun er lokið og barnið hefur öðlast öryggi og festu í leikskólanum.

Dagur 1. Barnið og foreldri þess mætir kl. 10:00 og eru í u.þ.b. eina klst.
Dagur 2. Barnið mætir samkvæmt sínum
dvalartíma og er ásamt foreldri sínu til kl. 11:00.
Dagur 3. Barnið mætir samkvæmt sínum
dvalartíma. Foreldri sækir barnið
þegar það hefur borðað hádegismat.
Dagur 4. Barnið mætir samkvæmt sínum
dvalartíma og er sótt kl. 14:00.
Dagur 5. Barnið er allan dvalartímann sinn
ef allt hefur gengið vel. 

Ekki er æskilegt að yngstu börnin séu með tíma fyrir kl. 8 og eftir kl. 16 fyrstu vikurnar.

Aðlögun eldri barna sem hafa áður verið á leikskóla fer fram með öðrum hætti í samráði við foreldra/forráðamenn.
Almennar upplýsingar
Mikilvægt er að virða dvalartíma barnsins því vinnutími starfsmanna er skipulagður með tilliti til hans. Ef óskað er eftir breytingu á dvalartíma er sótt um það í þjónustugátt Kópavogsbæjar.

Kennarar leggja áherslu á að taka vel á móti hverju barni þegar komið er í leikskólann. Það er nauðsynlegt að foreldrar láti kennara vita þegar komið er með barnið og þegar það er sótt. Ætlast er til að barninu sé fylgt inn á deild. Ekki er æskilegt að senda börn undir 12 ára aldri að sækja leikskólabarnið.

Hliðin í garðinum eiga alltaf að vera lokuð öryggisins vegna og er það á ábyrgð allra. Börnin eiga ALDREI að opna hliðin.
i
Mikilvægt er að klæðnaður barnanna sé þægilegur og hæfi veðri. Nauðsynlegt er að merkja fatnað barnanna svo að hann týnist síður. Hverju hólfi fylgir fatakassi þar sem aukaföt barnsins eru geymd. Foreldrar tæma hólfin á föstudögum. Sökum plássleysis á ekki að skilja töskur barnanna eftir í leikskólanum.

Þau börn sem nota bleyjur koma með þær að heiman sem og blautþurrkur.

- Þau föt sem eiga að vera í hólfinu eru: Kuldagalli, pollagalli, úlpa, húfa, stígvél, kuldaskór, hlý peysa, strigaskór, vettlingar og ullarsokkar.
- Fötin sem eiga að vera í fatakassanum eru: Nærföt, sokkar, sokkabuxur, bolur, peysa og buxur. Einnig margnota poki sem notaður er fyrir blaut föt.
Daglegt líf í leikskóla
Leikskólinn Arnarsmári er opinn fimm deilda leikskóli fyrir eins til sex ára börn. Deildirnar heita Engi, Bakki, Brekka, Akur og Gulldeild og hver árgangur hefur sitt nafn.

Grjón; eins til tveggja ára börn eru á Engi og Bakka.

Gormar; tveggja til þriggja ára börn eru á Engi og Bakka.

Grallarar; þriggja til fjögurra ára börn eru á Bakka, Brekku og Akri.

Garpar; fjögurra til fimm ára börn eru á Brekku og Akri.

Gullmolar; fimm til sex ára börn eru á Gulldeild.
Deildirnar samnýta þrjú svæði í skólanum
Í Leiksmiðju er boðið upp á hlutverkaleiki af ýmsu tagi.
7.30 - Leikskólinn er opnaður. Frjáls leikur
Í Holukubbum fara fram byggingaleikir og oft er boðið upp á auka efnivið. 
9.00 - Vinafundur
Í Listasmiðju er boðið upp á skapandi starf af ýmsum toga, bæði skipulagt og frjálst. 
PrevNext