Book Creator

Kynningarbæklingur fyrir foreldra

by Leikskólinn Arnarsmári

Pages 4 and 5 of 57

Loading...
Mikilvægt er að klæðnaður barnanna sé þægilegur og hæfi veðri. Nauðsynlegt er að merkja fatnað barnanna svo að hann týnist síður. Hverju hólfi fylgir fatakassi þar sem aukaföt barnsins eru geymd. Foreldrar tæma hólfin á föstudögum. Sökum plássleysis á ekki að skilja töskur barnanna eftir í leikskólanum.

Þau börn sem nota bleyjur koma með þær að heiman sem og blautþurrkur.

- Þau föt sem eiga að vera í hólfinu eru: Kuldagalli, pollagalli, úlpa, húfa, stígvél, kuldaskór, hlý peysa, strigaskór, vettlingar og ullarsokkar.
- Fötin sem eiga að vera í fatakassanum eru: Nærföt, sokkar, sokkabuxur, bolur, peysa og buxur. Einnig margnota poki sem notaður er fyrir blaut föt.
Loading...
Loading...
Loading...
Loading...
Daglegt líf í leikskóla
Loading...
Leikskólinn Arnarsmári er opinn fimm deilda leikskóli fyrir eins til sex ára börn. Deildirnar heita Engi, Bakki, Brekka, Akur og Gulldeild og hver árgangur hefur sitt nafn.

Grjón; eins til tveggja ára börn eru á Engi og Bakka.

Gormar; tveggja til þriggja ára börn eru á Engi og Bakka.

Grallarar; þriggja til fjögurra ára börn eru á Bakka, Brekku og Akri.

Garpar; fjögurra til fimm ára börn eru á Brekku og Akri.

Gullmolar; fimm til sex ára börn eru á Gulldeild.
Loading...
Loading...