Book Creator

Kennsluleiðbeiningar

by Katrín Hólm, Birta Ethel, María Guðrún, Sigríður Kjaran

Cover

Loading...
Kennsluhugmyndir fyrir vísur Vatnsenda-Rósu í tónlistarkennslu yngri barna
Loading...
Leiðbeinandi bæklingur fyrir starfsfólk leik-og grunnskóla
Loading...
Birta Ethel Guðbjartsdóttir
Katrín Hólm Árnadóttir
María Guðrún Gunnarsdóttir
Sigríður Kjaran Magnúsdóttir
Tónlist og Tónlistaruppeldi
Háskólinn á Akureyri
2021
Birta Ethel Guðbjartsdóttir
Katrín Hólm Árnadóttir
María Guðrún Gunnarsdóttir
Sigríður Kjaran Magnúsdóttir
Doug Goodkin

Kennsluhugmyndirnar í þessari bók eru byggðar á hugmyndum Doug Goodkin í 6. kafla í bók hans Teach it like it´s music. Þessar sex leiðir eru góðar og gagnlegar til að nota í kennslu, hvort sem það er tónlistarkennsla eða önnur kennsla.
Einfalt → flóknara
Líkami → hljóðfæri
Einradda → fjölradda
Herma → skapa
Hlustun → skriflegt
Reynsla → hugtök
Þessi bæklingur er samansafn einfaldra og skemmtilegra hugmynda að tónlistarkennslu með
5-7 ára nemendum.

Við tókum fyrir lagið Vísur Vatnsenda-Rósu sem er þekkt íslenskt þjóðlag svo kjörið væri að hnýta kennsluna við Þorran eða kennslu um Ísland fyrr á öldum.
Hægt er að yfirfæra kennsluaðferðirnar á hvaða þjóðlag sem er.

Aftast í bæklingnum eru frekari skilgreiningar á leiðum Goodkins.
Einfalt - flóknara
Vísur Vatnsenda-Rósu

Eftir að hafa kveikt áhuga nemendanna á íslenskri tónlist fyrr á öldum með umræðum um Þorrann, víkingana og fleiru tengdu. Þá hefjum við söngkennslu á laginu.
Við byrjum á að læra bara, eina línu í einu, í laginu Vísur vatnsenda-Rósu.
Þannig myndi kennarinn syngja fyrstu línuna og svo nemendur endurtaka hana, svona koll af kolli, fyrstu fjórar línurnar í laginu. Næst myndum við endurtaka allar fjórar línurnar í röð öll saman nokkrum sinnum.
PrevNext