Book Creator

Kennsluleiðbeiningar

by Katrín Hólm, Birta Ethel, María Guðrún, Sigríður Kjaran

Pages 2 and 3 of 61

Kennsluhugmyndir fyrir vísur Vatnsenda-Rósu í tónlistarkennslu yngri barna
Leiðbeinandi bæklingur fyrir starfsfólk leik-og grunnskóla
Loading...
Birta Ethel Guðbjartsdóttir
Katrín Hólm Árnadóttir
María Guðrún Gunnarsdóttir
Sigríður Kjaran Magnúsdóttir
Loading...
Tónlist og Tónlistaruppeldi
Háskólinn á Akureyri
2021
Loading...
Birta Ethel Guðbjartsdóttir
Katrín Hólm Árnadóttir
María Guðrún Gunnarsdóttir
Sigríður Kjaran Magnúsdóttir
Doug Goodkin

Kennsluhugmyndirnar í þessari bók eru byggðar á hugmyndum Doug Goodkin í 6. kafla í bók hans Teach it like it´s music. Þessar sex leiðir eru góðar og gagnlegar til að nota í kennslu, hvort sem það er tónlistarkennsla eða önnur kennsla.
Einfalt → flóknara
Líkami → hljóðfæri
Einradda → fjölradda
Herma → skapa
Hlustun → skriflegt
Reynsla → hugtök
Þessi bæklingur er samansafn einfaldra og skemmtilegra hugmynda að tónlistarkennslu með
5-7 ára nemendum.

Við tókum fyrir lagið Vísur Vatnsenda-Rósu sem er þekkt íslenskt þjóðlag svo kjörið væri að hnýta kennsluna við Þorran eða kennslu um Ísland fyrr á öldum.
Hægt er að yfirfæra kennsluaðferðirnar á hvaða þjóðlag sem er.

Aftast í bæklingnum eru frekari skilgreiningar á leiðum Goodkins.
Einfalt - flóknara
Vísur Vatnsenda-Rósu

Eftir að hafa kveikt áhuga nemendanna á íslenskri tónlist fyrr á öldum með umræðum um Þorrann, víkingana og fleiru tengdu. Þá hefjum við söngkennslu á laginu.
Við byrjum á að læra bara, eina línu í einu, í laginu Vísur vatnsenda-Rósu.
Þannig myndi kennarinn syngja fyrstu línuna og svo nemendur endurtaka hana, svona koll af kolli, fyrstu fjórar línurnar í laginu. Næst myndum við endurtaka allar fjórar línurnar í röð öll saman nokkrum sinnum.

Augun mín og augun þín,

(augun mín og augun þín)

ó þá fögru steina.

(ó þá fögru steina)

Mitt var þitt og þitt var mitt,

(mitt var þitt og þitt var mitt)

Þú veist hvað ég meina.

(þú veist hvað ég meina)
Einradda - fjölradda

Þegar allir hafa lært fyrstu fjórar línurnar í laginu og laglínuna þá fyrst höldum við áfram með kennslu á laginu.

Næst gætum við skipt hópnum í tvennt og annar kennarinn sungið í lægri tóntegund með öðrum helmingnum á meðan hinn héldi áfram að syngja í hærri með hinum helmingnum.
Við gætum nýtt tækifærið og sagt frá ,,fimmund" sem er söngstíll sem var notaður fyrr á öldum og sett okkur aðeins í hlutverk íslendinga áður fyrr.
PrevNext