Book Creator

Axlar Björn

by Nemendur 5.- 9. bekkjar GSNB Lýsuhólsskóla

Cover

Loading...
Axlar Björn
og fleiri ...

Sigríður
Höfundur les.
Hæ, ég heiti Sigríður en allir kalla mig Siggu. Ég er bara lítil stelpa í sveitinni og ég er 11 ára gömul. Það taka fáir eftir mér í sveitinni en ég á einhverja vini. Ég bý á Gröf og fjölskyldan mín er frekar fátæk, pabbi er bóndi og við eigum svona 27 kindur. Mér finnst gaman að hjálpa pabba með kindurnar og fæ næstum alltaf að hjálpa. Mamma er alltaf að baka og hún selur mest af því en stundum fáum við afganginn. Ég er mjög heppin ef ég fæ tvisvar að borða á dag. Ég á tvö systkini, stóri bróðir minn heitir Snorri og stóra systir mín heitir Saga. Ég er sú yngsta og bróðir minn er elstur, hann er 15 ára og Saga er 13 ára. Snorri vinnur svo rosalega mikið, hann elskar mig og Sögu og vill að við eigum gott og hollt líf. Ég er mjög þakklát fyrir hann og hann er fyrirmyndin mín. Saga er alltaf að prjóna og hekla föt, húfur, vettlinga og margt annað. Ég reyni að hjálpa til en ég skil ekki neitt, þetta er bara svo flókið. Mér líður eins og allir geri eitthvað nema ég, mig langar að hjálpa meira til. Í dag vorum við krakkarnir að hittast og þau voru allan tímann að tala um einhvern Axlar Björn, og segja að hann sé eitthvað rosalega hræðilegur.
 Ég spurði mömmu og hún sagði að hann væri hræðilegur og ég ætti ekki að tala eða hugsa um hann. Mamma er hrædd við þennan Axlar Björn en ég held að hann sé ekki svo slæmur. Ég meina ég veit ekki mikið um hann en ég held að hann sé bara góður maður. Ég hef hitt hann nokkrum sinnum og hann var allt í lagi, hann gaf mér brauð. Enginn myndi tala við mig ef ég myndi segja þeim þetta, að hann væri góður maður. Pabbi segir að hann hafi drepið mikið af fólki en ég trúi því ekki, ég meina af hverju myndi einhver gera það! 
Næsta dag var mér sagt að hann myndi verða drepinn og ég var svo rosalega hissa. Einu sinni þegar ég var fimm ára fór ég heim til Axlar Bjarnar og hann var rosa góður við mig. Hann er góður maður og hann gerði ekki neitt. Ég þekki þennan strák sem heitir Guðmundur og hann var í fóstri hjá honum. Hann segir að Axlar Björn sé ekki slæmur og að allir séu að verða yfirdrifnir. Ég er sammála Guðmundi og ég og hann erum rosa góðir vinir. Krakkarnir leika ekki mikið við hann af því hann var alinn upp hjá Axlar Birni.
Mér líður illa vegna hans, og meira að segja mamma sagði mér að ekki tala við hann. Ég hlusta á foreldra mína en ef mér finnst þetta ekki í lagi þá hlusta ég ekki.
 Ég spurði mömmu og hún sagði að hann væri hræðilegur og ég ætti ekki að tala eða hugsa um hann. Mamma er hrædd við þennan Axlar Björn en ég held að hann sé ekki svo slæmur. Ég meina ég veit ekki mikið um hann en ég held að hann sé bara góður maður. Ég hef hitt hann nokkrum sinnum og hann var allt í lagi, hann gaf mér brauð. Enginn myndi tala við mig ef ég myndi segja þeim þetta, að hann væri góður maður. Pabbi segir að hann hafi drepið mikið af fólki en ég trúi því ekki, ég meina af hverju myndi einhver gera það! 
Næsta dag var mér sagt að hann myndi verða drepinn og ég var svo rosalega hissa. Einu sinni þegar ég var fimm ára fór ég heim til Axlar Bjarnar og hann var rosa góður við mig. Hann er góður maður og hann gerði ekki neitt. Ég þekki þennan strák sem heitir Guðmundur og hann var í fóstri hjá honum. Hann segir að Axlar Björn sé ekki slæmur og að allir séu að verða yfirdrifnir. Ég er sammála Guðmundi og ég og hann erum rosa góðir vinir. Krakkarnir leika ekki mikið við hann af því hann var alinn upp hjá Axlar Birni.
Mér líður illa vegna hans, og meira að segja mamma sagði mér að ekki tala við hann. Ég hlusta á foreldra mína en ef mér finnst þetta ekki í lagi þá hlusta ég ekki.
Ok, hann var alinn upp hjá Axlar Birni en það þýðir ekki að hann sé vondur. Ég er alveg örugglega eina vinkonan hans, og mér líður illa vegna hans. Hann býr núna hjá annarri fósturfjölskyldu og þau elska Guðmund. Sumir segja samt að Guðmundur sé að hóta þeim til þess að segja að þau elski hann og að hann sé góður strákur. Ég held að það sé bara kjánalegt að hugsa þannig. Ég ætlaði að hitta hann í dag en það er erfitt að gera það þegar mamma segir ég megi ekki hitta hann.

Átján árum seinna: Ég á þrjú yndisleg börn og einn frábæran mann, ég giftist Guðmundi og við tvö erum hamingjusöm.
Una Ísadóra 7. bekk
Guðmundur
Sigríður
   Gunnar Skarphéðins 

Ég er hundur. Bý ég á Húsanesi? Já, það geri ég. Pétur á mig. Árið 1555, var mamman ófrísk? Já, það var hún. Það var strákur sem nefndur var Björn. Þegar Björn var fimm ára þá dó ég. Þá varð ég annar hundur sem hét Gunnar Skarphéðins. Árið er 1596 dánarár Axlar Bjarnar. 
Þegar ég var heima á Öxl þá var Axlar Björn að drepa. Með exi. Þórdís var að hjálpa honum, síðan fleygði hann líkunum ofan í Ígultjörn.  Ég kom oft með honum til gamans, mér fannst oft gaman að horfa á Axlar Björn drepa, þá var oft gaman að horfa á, það var eins og bíó. Það vantaði popp og kók. Skemmtilegast var að horfa á dauðakippina. Þá var  Axlar Björn mjög glaður og brosti út að eyrum. Og Þórdís var svo ánægð með manninn sinn. Og síðan fór Björn í messu og þegar messan var búin þá fór hann heim og síðan kom gömul kona með tvö börn. strák og stelpu.
Strákurinn var eldri. Um kvöldið var gamla konan að raula ljóð. Síðan drap Axlar Björn gömlu konuna og drap líka strákinn. Litla stelpan sá hann drepa stóra bróður sinn. Þá sá hún að Björn ætlaði inn til hennar þannig hún fór út um gluggann.  Axlar Björn sá þá að hún að var að príla út um gluggann. Þá fór Axlar Björn út og elti hana. Stelpan fór á klakann og Axlar Björn þorði ekki á klakann þannig að hann fór aftur heim til sín. Daginn eftir var messa. Þegar messan var búin sagði Björn 
að nú væru sólarlitlir dagar. Þá kom maður og sagði: "Ert þú ekki í skyrtunni 
vinnumannsins sem kom
aldrei aftur?" 
Þá var hann handtekinn, 
Axlar Björn. 
Hann var tekinn af lífi. 
Voff, voff, voff, stundum er
gott að vera hundur.
ENDIR………………..

Jón Svavar, meistari
5. bekk
PrevNext