Grunnur efnafræðinnar

by Eva Björk Björgvinsdóttir (@gudnym2)

Cover

Loading...
Loading...
GRUNNUR EFNAFRÆÐINNAR
Loading...
Eva Björk Björgvinsdóttir
Menntaskólinn á Egilsstöðum
Lokaverkefni 2020
Efnisyfirlit
Inngangur...........................................5
LOTUKERFIÐ
ATÓM
Hvað er atóm eða frumeind?..............6
Frumeindakenning John Daltons........6
Saga atómsins.......................................7
Atómið undir smásjá............................8
Jónir........................................................9
EFNI
Hvað er frumefni....................10
Tákn frumefnanna.................11
Sameindir................................11
Efnasambönd.........................12
Efnablöndur............................13 - 14
Efnaformúlur og líkön............15
Ástand og hamur efnis...........16
Bræðslu- og suðumark...........17
Hver fann upp á lotukerfinu?.........18
Lotukerfið.........................................19
Lotur og flokkar...............................20
Heiti flokka.......................................20
Málmar og málmleysingjar............20 - 21
Sætistölur.........................................22
Massatölur.......................................23
Samsætur.........................................23
Massatölur.......................................24
Mól.....................................................25
Mólstyrkur.........................................25
Rafeindaskipan................................26
Skammtatölur..................................26 - 28
Efnisyfirlit
LOTUKERFIÐ
EFNABREYTINGAR
Svigrúmalögun......29
S-svigrúm...............29
P-svigrúm...............29
D-svigrúm..............30
Gildisrafeindir.......30
Áttureglan.............31
Hvað eru efnabreytingar?.......................32
Massi og varðveisla hans........................32
Hamur efnis..............................................33
Leysni efnis...............................................33
Ómettaðar og mettaðar lausnir.............34
Efnahvörf...................................................34 - 35
Stilling efna jafna......................................36
Inn- og útvermin efnabreytingar............37
Sýrur og basar..........................................37 - 38
Hlutleysing sýru og basa.........................38
Sýrustig......................................................39

Heimildaskrá.............................................40
Inngangur
Grunnur efnafræðinnar er lokaverkefni mitt í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Ég hef alltaf haft gaman af efnafræði síðan í grunnskóla þar sem ég var mjög heppin með góða kennslu í efnafræði. Þegar ég byrjaði í Menntaskólanum á Egilsstöðum var kennslan alls ekki síðri og tel ég mig og nemendur skólans vera heppin með kennara. Ég valdi að gera þessa bók vegna þess að mér finnst kennsla í efnafræði í grunnskólum mismikil og misgóð. Bókin er hugsuð sem einskonar saman safn úr því efni sem ég hef lært sem gæti nýst sem einskonar leiðarbók fyrir nemendur sem eru að byrja í efnafræði. Ég vona að þetta geti komið einhverjum til góða sem er í efnafræði á grunnskóla- og framhaldsskólastigi.
ATÓM

Hvað er atóm eða frumeind?
Atóm er smæsta eining frumefnis og örsmá frumögn.
Hvert atóm eða frumeind er byggt úr þremur gerðum öreinda:
Rafeind (e-)
Róteind (p+)
Nifteind (n0)
Rafeindin er neikvætt hlaðin eind sem er á sveimi umhverfis frumeindakjarna. Róteind er jákvætt hlaðin eind sem staðsett er í kjarna atómsins ásamt nifteind sem er óhlaðin eind.

Frumeindakenning John Daltons
Kenning John Daltons byggir á fjórum grunnsetningum sem skýrir mörg önnur lögmál innan efnafræðinnar.

1.
Sérhvert frumefni er samsett af örsmáum ögnum sem kallast atóm.
2.
Öll atóm tiltekins frumefnis eru eins en atóm eins frumefnis er ólíkt atómum allra annarra frumefna.
3.
4.
Atómum eins frumefnis er ekki hægt að breyta í atóm annars frumefnis með efnahvörfum. Atóm er ekki hægt að búa til eða eyða með efnahvörfum

Efnasambönd eru mynduð þegar atóm tveggja eða fleiri frumefna sameinast. Hlutfallið milli fjölda atóma innan efnasambands er fasti.
PrevNext