A new book

by Jón Erlingsson

Pages 2 and 3 of 25

Loading...
Þessi saga hefst í danmörku þar sem ég á heima, ég Benedikta skovgard. Á morgun á ég leið til Íslands sem skiptinemi. Ísland er lítil eyja á milli evrópu og ameríku. Sögur segja að þessi litla eyja búi yfir yfirnáttúrulegum töfrum. Mig langar að fá að upplifa aðra menningu. 
Í dag er stóri dagurinn, ég er búin að pakka í töskur og er tilbúin fyrir þetta ferðalag. Það var erfitt að kveðja fjölskylduna og vini mína en núna býður mín ný fjölskylda sem mun hugsa um mig næstu mánuðina.
Loading...
Loading...
Ég er lent á Íslandi, það sem bíður mín á flugvellinum er stór rúta en hún lítur öðruvísi út en rúturnar heima í danmörku. Rútan er farin af stað, en þetta er eitthvað skrítið! hún flýgur. Ísland er mjög lítil eyja en áfangastaðurinn minn er Akureyri. Akureyri er lítill bær norðarlega á íslandi og þar búa um 400 þúsund manns.

Ég er lent á akureyri og það sem tekur við mér eru fóstur foreldrar mínir. Þau taka mjög vel við mér en ég er enn að reyna að átta mig á öllu hér og mér finnst allt vera svo öðruvísi en ég er vön. Ég byrja á að skoða herbergið sem ég á að vera í og það sem mér finnst hvað skrýtnast er að rúmið svífur! Ég tek svo eftir því að spegillinn í herberginu er allur á hreyfingu og þegar ég fer nær þá heyrist einhvers konar hljóð, ég færi mig nær og nær og loks þegar ég kem að honum byrjar hann að tala við mig. “Hver í ósköpunum ert þú?” heyrist í speglinum, þegar ég ætla að svara þá kalla fósturforeldrar mínir á mig og segja að það sé kominn tími á mat.