A new book

by Monika Arlauskaite

Cover

Loading...
Loading...
Kynjafræði
Loading...
Monika Arlauskaite
Vorönn 2023
Hvað er kyn?
Við fæðingu er okkur strax skilgreint sem kvenkyns eða karlkyns eftir því hvaða líffræðileg kynfæri við fæðumst með. En hver er okkar upplifun á því?
Frá upphafi er okkur kennt og kynnt kyngervi sem okkar kyni er áæltað en kyngervi er félagsmótað kyn sem segir okkur hver við erum, hvernig við eigum að líta út eða hvernig við eigum að haga okkur. Þó svo að flestir eru ánægðir í sínu eigin skinni og hvernig þeim er skilgreint er það alls ekki allir, því sumir einfaldlega bara líða ekki þannig og vilja skilgreina sig sem eitthvað annað.
Frá því í gamla daga þegar ömmur og afar okkar voru uppi var alltaf talað um einungis tvö kyn, karl og konu og þeirra áætlaða hlutverk. Konur voru alltaf í minnihlutahópnum, þær áttu að sjá um börnin og heimilið meðan karlmennirnir áttu að vinna fyrir heimilinu, þeir gátu menntað sig og voru alltaf þessi sterki aðilinn í fjölskyldunni. Og bara frá því að ég fæðist sem eru 29 ár síðan, þá er þetta bara karl og kona, kvennmanns-  og karlmannstörf, stelpur klæddust bleiku meðan strákarnir voru í bláu og það bara eins og ekkert annað væri í boði. 
En sem betur fer þá leið tíminn og þessi brenglaða staðalímynd breyttist hægt og rólega. Í dag máttu skilgreina þig það sem þú vilt og hvernig þér líður best með. Þú mátt skilgreina þig sískynja sem er “hún” eða “hann” einnig máttu vera “kynsegin” sem er hvorki karl eða kona. Svo skilgreina sig sumir sem “trans” en það er fólk sem samræmast ekki því kyni sem því er úthlutað og margir hverjir kjósa það að fara kynréttingaaðgerðir. Þú mátt hrífast gagnstæðu kyni, þú mátt vera samkynhneigður eða bara pankynhneigður en þá ertu hrifinn af bæði karl og konu. Allt þetta er fullkomlega eðlilegt og leyfilegt sem ekki má gleyma nefna.
Hvað er kyn?
En því míður þá ríkir ennþá mikil gagnrýni í okkar samfélagi og fólk margir hverjir horfa rosalega spastískt á hlutina, eiga erfitt með að taka þessum breytingum. Í fjölmiðlum er bara talað um hana eða hann og kynsegin fólk þurfa svolítið ennþá að standa í því að þurfa berjast fyrir sínu. Ég persónulega hef ekki orðið vitni á því að rekast á í samfélagsmiðlum eða fjölmiðlum á frægt fólk eða opinbert fólk þar sem það er skilgreint sem eitthvað annað heldur en karl eða kona og er ég ekki viss hvort það yrði samþykkt af samfélaginu með mikilli jákvæðni. Þetta er ennþá svolítið mikið “tabú”, mörg trúarbrögð og þjóðfélög leyfa ekki hinseginleika en sem betur fer hægt og rólega er þetta að breytast í rétta átt.
Við erum stöðugt að berjast fyrir jafnrétti kynjanna. Það skal öllum óháð kyni að vera kleift að samræma fjölskyldu, vinna við það sem það hefur áhuga á, mennta sig sem það vill því það er ekkert í okkar heimi sem kallast kvennmans- eða karlmannshlutverk. Við erum jöfn sama hvort við erum hann, hún eða hán.
Hinseginfræði
Þegar við tölum um að einhver sé hinsegin þá einhverra hluta vegna fellur viðkomandi ekki að viðmiðum samfélagsins hvað varðar kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni eða kyntjáningu.
Fólk sem tilheyra hinsegin samfélaginu geta verið t.d. trans fólk, tvíkynhneigðir samkynhneigðir, eikynhneigðir eða intersex fólk.
Mikilvægt er að við getum skilgreint fólki eftir þeirra kynhneigð svo þau geti tjáð sig og deilt sínum tilfinningum og upplifunum eftir því hvernig þeim líður. Ef við hefðum ekki orð yfir það vera samkynhneigður, gagnkynhneigður eða kynsegin hvernig ættum við þá að geta deilt okkar reynslu með öðrum? En með öðru bragði á það að vera val hvers og eins hvernig manneskja vill skilgreina sig. Sumir vilja skilgreina sig sem hinsegin en aðrir vilja bara alls ekki tjá sína kynhneigð og bæði á að vera fullkomlega eðlilegt. 

Lessa eða hommi?
Hverju skiptir máli?
Eins og góður kokteill með dass af rommi
Öllum er drull hvað er í þínu báli.

Kynsegin eða hinsegin 
Öll erum við eins 
Hlutlaus í okkar samfélagi 
Þótt við erum fleyginn 
Réttlætum undireins.

Femínismi
Femínismi er stefna sem berst fyrir jafnrétti kynjanna. Alla tíð hafa konur barist fyrir jafnrétti sínu og reynt að fá í gegn jöfnum rétti á við karla en það hefur alltaf verið þannig að konur hafa átt minni réttindi.
 Femínisminn er oft skilgreindur í þremur bylgjum og fyrsta bylgjan gerist á 19.öld þar sem barist var aðallega fyrir kostningarétt, jafnrétti á lögum og aðgengi að vinnumarkaði. Súffragetturnar voru að berjast á þessum tíma líka en þetta voru millistéttarkonur sem voru að berjast fyrir jafnrétti sínu. Önnur bylgja femínismans byrjaði í kringum 1970 með stofnun “rauðsokkahreyfingarinnar” þegar konur söfnuðust saman í kröfugöngu 1.maí á verkalýðsdaginn sjálfan og með því reyndu þær að vekja athygli og ná lengra með sinni barráttu gegn launamisrétti, kynbundnu ofbeldi, klámi, staðalmyndum auk þess var barist fyrir betri kjörum varðandi barneignir, fæðingarorlofi og barnaheimili svo eitthvað sé nefnt. Í þriðju bylgju femínismans var svo víkkað sjónarhorn femínismans með því að leggja tillit til fátækra kvenna, kvenna af öðrum kynþáttum og fleiri samfélagshópa.
Og ennþá daginn í dag erum við konur að berjast fyrir okkar jafnrétti, þó vissulega margt hefur breyst til betri hlíðar þá er ennþá svolítið verið að misræma okkur og erum við í stöðugri baráttu gegn staðalmyndun, kynbundnu ofbeldi og að samfélagið eigi ekki að skilgreina fólk út frá kyni. Myndaðar hafa verið stefnur eins og “free the nipple” og “druslugangan” þar sem konur hafa reynt að vekja athygli á alla þessa þætti og oft safnast saman í kröfugöngur og mynduð mótmæli.
PrevNext