Kynjafræði

by Aron Mani

Cover

Loading...
Kynjafræði
Loading...
Verkefnin mín
Loading...
Aron Máni Sölvason
Hugtökin kynjatvíhyggja og staðalímynd

Kynjatvihyggja gerir ráð fyrir því að það séu aðeins til tvö kyn, karlkyn og kvenkyn og á þeim sé grundvallarmunur, kynin séu algjör andstaða hvers annrs en bæti hvort annað upp. Þá gerir kynjatvíhyggja ráð fyrir því að karlmaðurinn sé æðri konunni á allan hátt. Kennismiðir gengu jafnvel svo langt að segja að konan væri vansköpuð en af náttúrinni og til þess eins sköpuð að viðhalda mannkyninu. Karlmaðurinn var í fornöld talinn fulltrúi menningar, huga og sálar, skynsemi, sannleika og veru en kvennmaðurinn tilfinningavera tengd náttúrinni í gegnum líkamann. Segja má að veröldin hafi gegið út á kynjatvíhyggju, enda undirstaða kynjakerfisins og allt umhverfi okkar því meira og minna forritað í takt við það. Karla og kvennasalerni, karla- og kvennadeildir í íþróttum, karla- og kvennfatadeildir eða verslanir, karla- og kvennastörf og stráka- og stelpudót. 

Staðalímyndir eru fyrirframgefnar, óraunhæfar hugmyndir okkar um  fólk út frá því hvaða samfélagshópi, landi, litarhætti, kyni, kynhneigð, starfi, stöðu, trú og fleiru það tilheyrir. Hvernig skilgreindur hópur er, talar, klæðir sig, kemur fyrir, hefur fyrir áhugamál, skoðanir, gildi og svo framveigis. Dæmi um staðalímynd er til dæmis steratröll, stór, stæltur vaxtaræktarmaður sem sprautar sig með sterum, borðar mikið, er góður með sjálfan sig, yfirborskenndur, karlremba og lyftir lóðum og ljóska, ljóshærð, yfirborðskennd, frekar einföld, saklaus og grunlaus. Kynhlutverk eru líka lituð að staðalhugmyndum eins og að karlmaður á að vera sterkur, vinna fyrir konu og börnum og litlar kröfur gerðar til þess að hann sinni húsverkum eða taki þátt í uppeldi barna sinna. En karlmaður er ekki það sama og karlmaður því allir eru ólíkir sama hvaða hópi þeir tilheyra. 

Ég er svo sem sammála því að umhverfið er mjög litað af bæði kynjatvíhneygð og staðalímyndum. Þetta er allsstaðar og er svona útgefið norm þrátt fyrir að miklar breytingar hafi átt sér stað víða um heiminn, allavega í okkar þjóðfélagi sem hafa ýtt þessum hugmyndum til hliðar. Konur sækja í karlastörf, eru útivinnandi (ekki að ala upp börn) kynhneigð er allavega, jafnrétti hefur aukist á alla vegu þó að við eigum langt i land. Mér finnst þetta ekki endilega þurfa að vera svona.  Mér finnst að fólk megi vera allavega, gera allskonar og að það eigi ekki að vera einhver grundvallar form sem allir þurfa að passa í. En það er örugglega erfitt að breyta þessu alveg því þetta er svo rótgróið í allri menningu, alveg frá tíma Aristotelesar.

James Bond er dæmi um persónu sem fellur algjörlega undir skilgreininguna á kynjatvíhneigð. Hann er sterkur, karlmannlegur í fasi, tali, klæðaburði, líkamlegu útliti, er yfirburðamaður á öllum sviðum, sigurveigari, keyrir á flottum og hraðskreiðum bílum, hjólum og kann á allskonar tæki, notar vopn, drepur vondar persónur og bjargar heiminum. James Bond hefur yfirburði þegar kemur að konum, þær eru eins og leikföngin hans, til fyrir hann. Eina sem mætti kannski segja að passi ekki er að hann drekkur martíni úr staupi. Staðalímyndir um breskan leiniþjónustumann eru byggðar í mínum huga á útliti og fasi James Bond. Ég held kannski að hann hafi breyst með árunum þegar kemur að því hvernig hann tengist konum. Þær skipta hann kennski aðeins meira máli. Það er að segja hann tengist þeim meiri tilfinningaböndum, og hann sýnir meiri tilfinningar almennt núna en áður þannig að hann er orðinn aðeins mannlegri. Ef það er rétt að næsti James Bond verði kona þá er það algjör viðsnúningur og góð þróunn sem ögrar hugmyndum um kynjatvíhneigð og staðalímynd um breska leyniþjónustumanninn 007 sem ég held að hafi orðið til, verið skapaður og gerður að öllu leiti samkvæmt hugmyndum manna um karla og karlmennsku út frá kynjatvíhneigð eins og við þekkjum hana frá fornu fari. 

Aría Stark í Game of thrones ögrar hugmyndum um konu samkvæmt kynjatvíhyggju. Hún hagaði sér eins og strákur þó að hún væri stelpuleg til að byrja með en þegar hún þurfti að vera í felum af því að það mátti engin vita hver hún var af því að það átti að útrýma ættinni hennar átti hún mjög auðvelt með að verða alveg eins og strákur í útliti og öllu atgerfi. Hún samrýmdist aldrei staðalímyd um aðalsborna stelpu eða konu hvorki í útliti eða atgerfi. Vildi ekki gifta sig eins og systir hennar, vildi skilmast og hagaði sér frekar eins og veljulegur sveitastrákur. Hún leit mjög upp til eldri bræðra sinna of föður og vildi verða eins og þeir og fá að gera sömu hluti og þeir hafa mótað hana að mínu áliti. Ég held að henni hafi ekki liðið vel áður en hún þurfti að fara í felur. Þá þurfti hún að hafa mikð fyrir því að fá að vera eins og hún vildi. Eftir að hún fór í felur fékk hún visst frelsi af því að hún gat verið eins og hún vildi þó að aðstæðurnar hennar hafi verið mjög erfiðar og ömurlegt það sem leiddi til þeirra. Hún var öruggari sem strákur af því að þá var hún ekki misnotuð og líka af því að hún var betur dulbúin. Mér finnst hún einn af skemmtilegustu persónum í þáttunum, er reið, en klár, dugleg og úrræðagóð i að lifa af. Ákveðin í markmiði sínu að hefna bræðra og fjölskyldu sinnar og lifir af mjög erfiðar aðstæður. 


Heimildir:

Kritín Sunna Sveisdóttir. Tvíhyggja kynjanna - Áhrif hennar á kyngervi, klæðaburð og hönnun. 

Staðalímyndir - sjúk ást

Hugtökin kynjatvíhyggja og staðalímynd

Kynjatvihyggja gerir ráð fyrir því að það séu aðeins til tvö kyn, karlkyn og kvenkyn og á þeim sé grundvallarmunur, kynin séu algjör andstaða hvers annrs en bæti hvort annað upp. Þá gerir kynjatvíhyggja ráð fyrir því að karlmaðurinn sé æðri konunni á allan hátt. Kennismiðir gengu jafnvel svo langt að segja að konan væri vansköpuð en af náttúrinni og til þess eins sköpuð að viðhalda mannkyninu. Karlmaðurinn var í fornöld talinn fulltrúi menningar, huga og sálar, skynsemi, sannleika og veru en kvennmaðurinn tilfinningavera tengd náttúrinni í gegnum líkamann. Segja má að veröldin hafi gegið út á kynjatvíhyggju, enda undirstaða kynjakerfisins og allt umhverfi okkar því meira og minna forritað í takt við það. Karla og kvennasalerni, karla- og kvennadeildir í íþróttum, karla- og kvennfatadeildir eða verslanir, karla- og kvennastörf og stráka- og stelpudót. 

Staðalímyndir eru fyrirframgefnar, óraunhæfar hugmyndir okkar um  fólk út frá því hvaða samfélagshópi, landi, litarhætti, kyni, kynhneigð, starfi, stöðu, trú og fleiru það tilheyrir. Hvernig skilgreindur hópur er, talar, klæðir sig, kemur fyrir, hefur fyrir áhugamál, skoðanir, gildi og svo framveigis. Dæmi um staðalímynd er til dæmis steratröll, stór, stæltur vaxtaræktarmaður sem sprautar sig með sterum, borðar mikið, er góður með sjálfan sig, yfirborskenndur, karlremba og lyftir lóðum og ljóska, ljóshærð, yfirborðskennd, frekar einföld, saklaus og grunlaus. Kynhlutverk eru líka lituð að staðalhugmyndum eins og að karlmaður á að vera sterkur, vinna fyrir konu og börnum og litlar kröfur gerðar til þess að hann sinni húsverkum eða taki þátt í uppeldi barna sinna. En karlmaður er ekki það sama og karlmaður því allir eru ólíkir sama hvaða hópi þeir tilheyra. 

Ég er svo sem sammála því að umhverfið er mjög litað af bæði kynjatvíhneygð og staðalímyndum. Þetta er allsstaðar og er svona útgefið norm þrátt fyrir að miklar breytingar hafi átt sér stað víða um heiminn, allavega í okkar þjóðfélagi sem hafa ýtt þessum hugmyndum til hliðar. Konur sækja í karlastörf, eru útivinnandi (ekki að ala upp börn) kynhneigð er allavega, jafnrétti hefur aukist á alla vegu þó að við eigum langt i land. Mér finnst þetta ekki endilega þurfa að vera svona.  Mér finnst að fólk megi vera allavega, gera allskonar og að það eigi ekki að vera einhver grundvallar form sem allir þurfa að passa í. En það er örugglega erfitt að breyta þessu alveg því þetta er svo rótgróið í allri menningu, alveg frá tíma Aristotelesar.

James Bond er dæmi um persónu sem fellur algjörlega undir skilgreininguna á kynjatvíhneigð. Hann er sterkur, karlmannlegur í fasi, tali, klæðaburði, líkamlegu útliti, er yfirburðamaður á öllum sviðum, sigurveigari, keyrir á flottum og hraðskreiðum bílum, hjólum og kann á allskonar tæki, notar vopn, drepur vondar persónur og bjargar heiminum. James Bond hefur yfirburði þegar kemur að konum, þær eru eins og leikföngin hans, til fyrir hann. Eina sem mætti kannski segja að passi ekki er að hann drekkur martíni úr staupi. Staðalímyndir um breskan leiniþjónustumann eru byggðar í mínum huga á útliti og fasi James Bond. Ég held kannski að hann hafi breyst með árunum þegar kemur að því hvernig hann tengist konum. Þær skipta hann kennski aðeins meira máli. Það er að segja hann tengist þeim meiri tilfinningaböndum, og hann sýnir meiri tilfinningar almennt núna en áður þannig að hann er orðinn aðeins mannlegri. Ef það er rétt að næsti James Bond verði kona þá er það algjör viðsnúningur og góð þróunn sem ögrar hugmyndum um kynjatvíhneigð og staðalímynd um breska leyniþjónustumanninn 007 sem ég held að hafi orðið til, verið skapaður og gerður að öllu leiti samkvæmt hugmyndum manna um karla og karlmennsku út frá kynjatvíhneigð eins og við þekkjum hana frá fornu fari. 

Aría Stark í Game of thrones ögrar hugmyndum um konu samkvæmt kynjatvíhyggju. Hún hagaði sér eins og strákur þó að hún væri stelpuleg til að byrja með en þegar hún þurfti að vera í felum af því að það mátti engin vita hver hún var af því að það átti að útrýma ættinni hennar átti hún mjög auðvelt með að verða alveg eins og strákur í útliti og öllu atgerfi. Hún samrýmdist aldrei staðalímyd um aðalsborna stelpu eða konu hvorki í útliti eða atgerfi. Vildi ekki gifta sig eins og systir hennar, vildi skilmast og hagaði sér frekar eins og veljulegur sveitastrákur. Hún leit mjög upp til eldri bræðra sinna of föður og vildi verða eins og þeir og fá að gera sömu hluti og þeir hafa mótað hana að mínu áliti. Ég held að henni hafi ekki liðið vel áður en hún þurfti að fara í felur. Þá þurfti hún að hafa mikð fyrir því að fá að vera eins og hún vildi. Eftir að hún fór í felur fékk hún visst frelsi af því að hún gat verið eins og hún vildi þó að aðstæðurnar hennar hafi verið mjög erfiðar og ömurlegt það sem leiddi til þeirra. Hún var öruggari sem strákur af því að þá var hún ekki misnotuð og líka af því að hún var betur dulbúin. Mér finnst hún einn af skemmtilegustu persónum í þáttunum, er reið, en klár, dugleg og úrræðagóð i að lifa af. Ákveðin í markmiði sínu að hefna bræðra og fjölskyldu sinnar og lifir af mjög erfiðar aðstæður. 


Heimildir:

Kritín Sunna Sveisdóttir. Tvíhyggja kynjanna - Áhrif hennar á kyngervi, klæðaburð og hönnun. 

Staðalímyndir - sjúk ást

Kynjaumfjöllun

Samkvæmt Íslenskum lögum sem samþykkt voru á Alþingi í desember 2020 og tóku gili í janúar 2021 og fjalla um jafnan rétt kynjanna er kyn útskýrt og flokkað  sem karlkyn, kvenkyn og fólk sem hefur hlutlausta skráningu kyns í Þjóðskrá. Í lögum um kynrænt sjálfræði frá árinu 2019 segir að einstaklingar hafi rétt til að skilgreina kyn sitt sjálfir, fá viðurkenningu á kyni sínu, kyntjániingu og kynvitund ásamt því að hafa rétt til að þroska persónuleika sinn samkvæmt kynvitund sinni og njóti sjálfræðis þegar kemur að því að breyta kyneinkennum og líkamlegrar friðhelgi. Það má því segja að á Íslandi sé búið að viðurkenna að kynin eru ekki bara karlkyn og kvenkyn og að það sé rúm fyrir fólk að velja sér önnur kyn sem eru fjölmörg og tilheyri þá opinberlega regnhlífarhugtakinu hlutlaust kyn. 

Með þessu er auðvitað mikill sigur unnin í jafnréttisbaráttu hinsegin fólks á Íslandi sem staðið hefur yfir í um 40 ár. Einhver viðhorfsbreyting hefur orðið bæði í þjóðfélaginu og á Alþingi en spurningin er hvort þetta er virkilega veruleiki þeirra sem í hlut eiga, njóta allir jafnréttis og virðingar alvega sama hvernig þeir skilgreina sig, haga sér, klæða sig, bera sig, hvar þeir vinna og hvaða áhugamál þeir eiga? Því miður held ég að svo sé ekki. Ég held að meirihluti Íslendinga skylgreini kyn enn í karlkyn og kvenkyn samkvæmt æva fornri hefð út frá líkamlegum einkennum kynjanna, ynnri og ytri kynfærum, brjóstum, hormónum og hárvexti. Um hlutverk kynjanna gilda enn ríkjandi hugmydir um kyngerfi, konur eiga að vera kvennlegar og karlar karllegir, þó svo að hugmydir um kvennleika og karlleika breytist á hverjum tíma og að kynjakerfið, það er, hugmyndir samfélagsins um kyn, kyngervi og kynhneygð snúist enn um það að kynin séu tvö, kvenkyn og karlkyn og kynhneygð þeirra sé gagnkynhneigð. Í samræmi við þessar ríkjandi staðalmyndir eiga konur að vera kvennlegar og karlar karlmannlegir sem þýðir að kynin eiga að haga sér, klæða sig, stunda atvinnu og hafa áhugamál, tilfinningar, útlit, fas viðbrögð og þrár í samræmi við ríkjandi viðhorf um það hvernig karlar og konur eiga að vera. 

Ég held því miður að konur njóti ekki einu sinni jafnrar viðrðingar og karlar.  Það eigi enn við að konur eigi að sinna börnum og heimilisverkum af því að karlar eru betur til þess fallnir að vinna fyrir fjölskyldunni og stjórna heiminum og ef konur eru valdar í mikilvæg karllæg störf fái þær ekki endilega sömu laun og karlar í sömu stöðu.  Í raun kemur þetta  fram þegar horft er til helstu áskorana á Íslandi þegar kemur að því að uppfylla fimmta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um jafnrétti kynjanna, að jafnrétti kynjanna verði tryggt og völd allra kvenna og stúlkna efld. Þar kemur sem sé fram að helstu áskoranir á Íslandi séu; misvægi milli kynja í efstu lögum atvinnulífsins, misvægi í kynbundnu námsvali og  kynjaskiptingu starfa. Draga þurfi markvisst úr kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og að auka þurfi fjölda þeirra feðra sem fara í fæðingrorlofi. Það má svo færa rök fyrir því að fimmta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hafni hugmyndum manna um að það séu fleiri en tvö kyn því einungis er þar fjallað um konur og stúlkur þegar kemur að því að jafna hlut kynjanna. 

Þrátt fyrir að Íslendingar standi mörgum öðrum þjóðum framar og hafi með lagasetningu tekið risa skref í átt að því að tryggja öllum jafnrétti, virðingu og sjálfræði þegar kemur að kyni, kyngerfi og kynkerfi og þar með hafnað ríkjandi hugmyndum manna um tvö kyn, hlutverk þeirra, ímynd og kynhneigð tekur örugglega tíma að breyta ríkjandi viðhorfi fólks og kannski breytist ekki neitt fyrr en heilu kynslóðirnar eru horfnar og kannski ekki. Við erum nefnilega alin upp og mötuð á ríkjandi viðhorfum allsstaðar úr samfélaginu og á meðan ríkisstofnannir, sveitarfélög, fjölmiðlar, íþróttahreyfingar, fræðslustofnanri , ég og þú taka ekki virkan þátt í að breyta ríkjandi viðhorfum gerist kannski ekkert. Því þrátt fyrir að Alþingi setji lög gera ríkisstofnanir ekki endilega ráð fyrir kynlausum salernum, né heldur fræðslustofnanri eða  vinnustaðir.  Í sundlaugum og  íþróttamannvirkjum er yfirleitt bara gert ráð fyrir ráð karla og kvenna búningsklefum og klósettum. Þrátt  fyrir að sjónvarpsefni sé í auknu mæli þannig að þar megi finna fulltrúa minnihlutahópa og  íþróttahreyfingar séu í auknum mæli farnar að bjóða upp á mikið úrval íþrótta fyrir alla er áhersla áfram lögð á karlalið og kvennalið og hefðbundinni parakeppni og íþróttafólki gefnar mismunadi gjafir eftir kyni þegar það hættir í landsliðinu, karlar frá treyju en konur blóm. Það er líka bara þannig að allt umhverfi okkar gerir ráð fyrir konum, körlum, stúlkum og drengjum alveg sama hvort það eru verslanir, íþróttir, fyrirtæki, miðlar eða skólar. 

Þrátt fyrir þetta er ég allavega að reyna að vera ekki fordómafullur og dæma ekki fólk vegna kyns eða nokkurs annars. Fólk má vera eins og það vill. Stundum gleymi ég mér en ég er samt svo heppin að í minni fjölskyldu er hugratt fólk sem þorir að fylgja samfæringu sinni og synda á móti straumnum og ég verð mjög leiður þegar ég finn eða verð vitni að fordómum og gagnrýni sem beinist að því persónulega, hópnum í heild eða fólks í jaðarhópum yfirleitt.  

Kynjaumfjöllun

Samkvæmt Íslenskum lögum sem samþykkt voru á Alþingi í desember 2020 og tóku gili í janúar 2021 og fjalla um jafnan rétt kynjanna er kyn útskýrt og flokkað  sem karlkyn, kvenkyn og fólk sem hefur hlutlausta skráningu kyns í Þjóðskrá. Í lögum um kynrænt sjálfræði frá árinu 2019 segir að einstaklingar hafi rétt til að skilgreina kyn sitt sjálfir, fá viðurkenningu á kyni sínu, kyntjániingu og kynvitund ásamt því að hafa rétt til að þroska persónuleika sinn samkvæmt kynvitund sinni og njóti sjálfræðis þegar kemur að því að breyta kyneinkennum og líkamlegrar friðhelgi. Það má því segja að á Íslandi sé búið að viðurkenna að kynin eru ekki bara karlkyn og kvenkyn og að það sé rúm fyrir fólk að velja sér önnur kyn sem eru fjölmörg og tilheyri þá opinberlega regnhlífarhugtakinu hlutlaust kyn. 

Með þessu er auðvitað mikill sigur unnin í jafnréttisbaráttu hinsegin fólks á Íslandi sem staðið hefur yfir í um 40 ár. Einhver viðhorfsbreyting hefur orðið bæði í þjóðfélaginu og á Alþingi en spurningin er hvort þetta er virkilega veruleiki þeirra sem í hlut eiga, njóta allir jafnréttis og virðingar alvega sama hvernig þeir skilgreina sig, haga sér, klæða sig, bera sig, hvar þeir vinna og hvaða áhugamál þeir eiga? Því miður held ég að svo sé ekki. Ég held að meirihluti Íslendinga skylgreini kyn enn í karlkyn og kvenkyn samkvæmt æva fornri hefð út frá líkamlegum einkennum kynjanna, ynnri og ytri kynfærum, brjóstum, hormónum og hárvexti. Um hlutverk kynjanna gilda enn ríkjandi hugmydir um kyngerfi, konur eiga að vera kvennlegar og karlar karllegir, þó svo að hugmydir um kvennleika og karlleika breytist á hverjum tíma og að kynjakerfið, það er, hugmyndir samfélagsins um kyn, kyngervi og kynhneygð snúist enn um það að kynin séu tvö, kvenkyn og karlkyn og kynhneygð þeirra sé gagnkynhneigð. Í samræmi við þessar ríkjandi staðalmyndir eiga konur að vera kvennlegar og karlar karlmannlegir sem þýðir að kynin eiga að haga sér, klæða sig, stunda atvinnu og hafa áhugamál, tilfinningar, útlit, fas viðbrögð og þrár í samræmi við ríkjandi viðhorf um það hvernig karlar og konur eiga að vera. 

Ég held því miður að konur njóti ekki einu sinni jafnrar viðrðingar og karlar.  Það eigi enn við að konur eigi að sinna börnum og heimilisverkum af því að karlar eru betur til þess fallnir að vinna fyrir fjölskyldunni og stjórna heiminum og ef konur eru valdar í mikilvæg karllæg störf fái þær ekki endilega sömu laun og karlar í sömu stöðu.  Í raun kemur þetta  fram þegar horft er til helstu áskorana á Íslandi þegar kemur að því að uppfylla fimmta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um jafnrétti kynjanna, að jafnrétti kynjanna verði tryggt og völd allra kvenna og stúlkna efld. Þar kemur sem sé fram að helstu áskoranir á Íslandi séu; misvægi milli kynja í efstu lögum atvinnulífsins, misvægi í kynbundnu námsvali og  kynjaskiptingu starfa. Draga þurfi markvisst úr kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og að auka þurfi fjölda þeirra feðra sem fara í fæðingrorlofi. Það má svo færa rök fyrir því að fimmta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hafni hugmyndum manna um að það séu fleiri en tvö kyn því einungis er þar fjallað um konur og stúlkur þegar kemur að því að jafna hlut kynjanna. 

Þrátt fyrir að Íslendingar standi mörgum öðrum þjóðum framar og hafi með lagasetningu tekið risa skref í átt að því að tryggja öllum jafnrétti, virðingu og sjálfræði þegar kemur að kyni, kyngerfi og kynkerfi og þar með hafnað ríkjandi hugmyndum manna um tvö kyn, hlutverk þeirra, ímynd og kynhneigð tekur örugglega tíma að breyta ríkjandi viðhorfi fólks og kannski breytist ekki neitt fyrr en heilu kynslóðirnar eru horfnar og kannski ekki. Við erum nefnilega alin upp og mötuð á ríkjandi viðhorfum allsstaðar úr samfélaginu og á meðan ríkisstofnannir, sveitarfélög, fjölmiðlar, íþróttahreyfingar, fræðslustofnanri , ég og þú taka ekki virkan þátt í að breyta ríkjandi viðhorfum gerist kannski ekkert. Því þrátt fyrir að Alþingi setji lög gera ríkisstofnanir ekki endilega ráð fyrir kynlausum salernum, né heldur fræðslustofnanri eða  vinnustaðir.  Í sundlaugum og  íþróttamannvirkjum er yfirleitt bara gert ráð fyrir ráð karla og kvenna búningsklefum og klósettum. Þrátt  fyrir að sjónvarpsefni sé í auknu mæli þannig að þar megi finna fulltrúa minnihlutahópa og  íþróttahreyfingar séu í auknum mæli farnar að bjóða upp á mikið úrval íþrótta fyrir alla er áhersla áfram lögð á karlalið og kvennalið og hefðbundinni parakeppni og íþróttafólki gefnar mismunadi gjafir eftir kyni þegar það hættir í landsliðinu, karlar frá treyju en konur blóm. Það er líka bara þannig að allt umhverfi okkar gerir ráð fyrir konum, körlum, stúlkum og drengjum alveg sama hvort það eru verslanir, íþróttir, fyrirtæki, miðlar eða skólar. 

Þrátt fyrir þetta er ég allavega að reyna að vera ekki fordómafullur og dæma ekki fólk vegna kyns eða nokkurs annars. Fólk má vera eins og það vill. Stundum gleymi ég mér en ég er samt svo heppin að í minni fjölskyldu er hugratt fólk sem þorir að fylgja samfæringu sinni og synda á móti straumnum og ég verð mjög leiður þegar ég finn eða verð vitni að fordómum og gagnrýni sem beinist að því persónulega, hópnum í heild eða fólks í jaðarhópum yfirleitt.  

Hinseginfræði 


https://docs.google.com/presentation/d/1ysjt-hmolEH7TyHL1Q0EjJLQBTLqiVcUv-SiSfMuR0E/edit?usp=sharing
PrevNext