Book Creator

Foreldrahandbók Kópasteins

by Leikskólinn Kópasteinn

Cover

Loading...
Foreldrahandbók
Loading...
Loading...
Leikskólinn Kópasteinn
Loading...
Kæru foreldrar/forráðamenn
Við bjóðum ykkur og barnið/börnin ykkar velkomið í leikskólann Kópastein.
Fyrstu dagarnir í leikskólanum eru mikilvægir fyrir barnið þar sem það aðlagast nýjum aðstæðum. Til þess að barn fái notið leikskóladvalarinnar sem best skiptir góð samvinna við foreldra miklu máli. Við vonum að þessi foreldrahandbók sé góður leiðarvísir fyrir ykkur til þess að afla ykkur upplýsinga og kynnast starfsemi leikskólans betur.

Með von um gott og farsælt samstarf,
starfsfólk leikskólans Kópasteins
Um Kópastein
Leikskólinn Kópasteinn er fimm deilda leikskóli og hér dvelja 94 börn. Leikskólinn starfar eftir lögum um leikskóla, aðalnámskrá leikskóla og skólanámskrá leikskólans. Við leggjum áherslu á vellíðan barna og starf sem kemur þeim til góða og leiðir til aukins vaxtar og þroska. Leikurinn er helsta náms- og þroskaleið barnanna og kjarni uppeldisstarfsins. Í gegnum leik barnanna og vinnustundir er lögð rík áhersla á sjálfbærni, sköpun, tónlist, lífsleikni og góð gildi í samskiptum. Umhverfið er einnig stór þáttur í námsumhverfi barnanna. Einkunnarorð leikskólans eru gaman saman.
Opnunartími, deildir, dvalartími og leikskólagjöld

Leikskólinn er opinn frá kl. 7:30-16:30 alla virka daga. Deildir leikskólans eru fimm: Lyngholt, Hulduholt, Dvergholt, Steinholt og Álfholt. Á Lyngholti og Hulduholti dvelja yngstu börn leikskólans og síðan koll af kolli. Þær deildir eru staðsettar í Litla steini við hlið leikskólans, en haustið 2023 stækkaði skólinn um þessar deildir. Nokkrir dvalartímar eru í boði og stendur hann á heilli eða hálfri klukkustund, en heimilt er að skipta hálfri klukkustund í 2x15 mínútur. Uppsagnarfrestur á leikskólaplássi er einn mánuður og miðast hann við fyrsta eða fimmtánda dag hvers mánaðar. Uppsögn þarf að vera skrifleg til leikskólastjóra. Óski foreldrar eftir breytingu á dvalartíma metur leikskólastjóri hvort og hvenær hægt sé að verða við þeirri beiðni. Leikskólagjöld eru greidd fyrirfram í byrjun hvers mánaðar og er greiðsluseðill sendur út. 
Að byrja í leikskóla

Að byrja í leikskóla er mikil breyting og felur í sér nýja reynslu fyrir barn og foreldra þess. Aðlögun nýrra barna fer að jafnaði fram í lok sumars/að hausti og tekur yfirleitt um sjö daga. Aðlögun er einstaklingsbundin en stefnt er að því að búið sé að aðlaga barnið innan 10 daga. Allt ferlið er unnið í samvinnu við foreldra og ef barn þarf meiri tíma til að aðlagast verður komið til móts við þarfir þess. Á fyrsta degi aðlögunar eru foreldrar boðaðir ásamt barni sínu í leikskólann þar sem gengið er frá undirritun dvalarsamnings, deildin skoðuð og heilsað upp á starfsfólk deildarinnar. Foreldrar eru einnig beðnir um að upplýsa deildarstjóra/starfsmann um heilsufar barnsins og þeir hvattir til að spyrjast fyrir ef spurningar vakna um starfið og dagskipulag deildarinnar. Í aðlöguninni er lagður grunnur að samstarfi milli starfsfólks og foreldra. 
Aðlögun milli deilda

Aðlögun milli deilda fer fram að hausti. Kennarar skólans sjá um þann flutning og upplýsa foreldra um það ferli. Börnin aðlagast með hópnum sínum og fer kennari með þeim fyrstu daganna. Þetta ferli tekur yfirleitt ekki nema 2-3 daga og fer það eftir aldri barnanna.
Samstarf leik- og grunnskóla - Skólabrú

Heimaskóli Kópasteins er Kársnesskóli en flest börn leikskólans hefja grunnskólagöngu sína þar. Ef börn fara í aðra skóla er það í höndum foreldra að vera í samstarfi við skólana en stundum hefur leikskólinn einnig verið í samstarfi við Kópavogsskóla ef fyrirséð er að mörg börn muni fara þangað. Haldnir eru samráðsfundir þar sem samstarfið og skólaheimsóknirnar eru skipulagðar og endurmetnar. Tengiliðir frá Kópasteini og hinum leikskólunum á Kársnesinu ásamt Kársnesskóla sitja fundina sem eru a.m.k. tvisvar á skólaárinu, þ.e. í upphafi og lok skólaársins.
Fyrirkomulag skólaheimsókna í Kársnesskóla getur verið breytilegt milli ára en foreldrar eru ávallt upplýstir um skipulagið hverju sinni. Skólaheimsóknirnar fela m.a. í sér heimsókn á bókasafn skólans, skoðunarferð um skólann og frístund, þátttaka í kennslustundum ásamt heimsókn á viðburð í sal skólans. Að lokum heimsækja börnin leikskólann eftir að þau hetja nám í grunnskólanum og rifja þannig upp gamla tíma.
Daglegt líf

Dagskipulag deildanna er misjafnt eftir deildum. Hér má sjá grunn að dagskipulagi deildanna, en það getur þó breyst lítillega milli deilda með tilliti til vinnustunda, tónlistartíma, vettvangsferða og fleira.
Dagskipulag á Lyngholti, Hulduholti og Dvergholti
Kl. 07:30 Leikskólinn opnar
Kl. 08:00 Allar deildir opna – frjáls leikur
Kl. 08:15 Morgunmatur til 08:45
Kl. 09:15 Frjáls leikur úti eða inni/skapandi starf
Kl. 10:30 Bleiuskipti/salerni, handþvottur
Kl. 11:00 Samverustund
Kl. 11:15/11:30 Hádegisverður
Kl. 11:45 Hvíld
Kl. 13:15 Frjáls leikur úti eða inni/skapandi starf
Kl. 14:30 Síðdegishressing
Kl. 15:00 Bleiuskipti/salerni, handþvottur
Kl. 15:00 Frjáls leikur
Kl. 16:30 Leikskólinn lokar
Dagskipulag á Steinholti og Álfholti
Kl. 07:30 Leikskólinn opnar
Kl. 08:00 – 9:15 Allar deildir opna/frjáls leikur
Kl. 08:15 Morgunmatur til 8:45
Kl.9:15 Samverustund/Ávaxtastund
Kl. 09:30 Vinnustund/val/tónlist/hreyfing/útivera
Kl. 11:30 Samverustund
Kl. 11:45 Hádegisverður
Kl. 12:15 Hvíld
Kl. 13:00 Leikur úti/inni
Kl. 14:15 Samverustund
Kl. 14:30 Síðdegishressing
Kl. 15:00 Frjáls leikur
Kl. 16:30 Leikskólinn lokar
PrevNext