Book Creator

Þrautir og val í þriðja bekk

by Helga Thoroddsen og Valdís Anna Þrastardóttir

Cover

Loading...
Þrautir og val í þriðja bekk
Loading...
Loading...
Kennarar : Helga Lóreley Thoroddsen & Valdís Anna Þrastardóttir
Í þessari bók eru þrautir og verkefni sem hjálpa þér að virkja rökhugsun þína og hugsa út fyrir kassann.
Sum þessara verkefna eru hópverkefni en þó er hægt að vinna þau öll sem einstaklingsverkefni.
Í nýju landi
Ímyndið ykkur að þið séuð landnámsfjölskylda árið 800. Setjið upp leikþátt í litlum hópum þar sem þið leikið mismunandi fjölskyldumeðlimi. Skoðið kortið af Íslandi og veltið fyrir ykkur hvar best væri að koma að landi. Hvaða leið fóruð þið til Íslands, og af hverju? Leitið ykkur upplýsinga í námsbókinni.
Hvernig komuð þið til Íslands? Stoppuðu þið einhverstaðar á leiðinni?

Hvað þurfið þið að huga að þegar þið stígið á land?

Hver og einn hópur kynnir leikritið fyrir bekknum.
Tekið af: https://islandskort.is/is/map/show/570
Hlustið á hljóðbrotið hér að neðan og svarið svo spurningunum í framhaldinu.
Hvert er svarið og hvernig fáið þið það út?
Ykkar eigin pláneta
Í síðasta tíma fjölluðum við um himingeiminn og plánetur sólkerfisins. Á þeim er allskonar veðurfar: á sumum er mjög kalt, og á öðrum er mjög heitt!

Búið til ykkar eigin plánetu og gerið ykkur í hugarlund aðstæðurnar á henni. Hvernig er loftslagið? Hvernig er umhorfs? Hvernig verur búa á plánetunni?

Búið til útskýringarmynd af plánetunni ykkar og íbúum hennar.
Hvernig líður þér í dag ?

Hvernig er sú tilfinning/ar á litin?

Litið blómið í þeim litum.
PrevNext