Book Creator

Fukushima Jarðskjálftinn 2011

by Sigurður Helgi Brynjúlfsson - FSH

Cover

Loading...
Stórir og áhrifaríkir jarðskjálftar
Loading...
Japan, Fukushima Hamfarirnar 2011
Loading...
Loading...
JARÐ2AJ05(21)
Loading...
Siggi
Inngangur
Jarðskjálftinn átti sér stað klukkan 14:46 á föstudeginum 11. Mars 2011 við skjálftamiðjuna undan austurströndinni af Tõhuku svæðinu.
Jarðskjálftinn mældist 9.0 á richerkvarða og 8 á mercallikvarða.
Munurinn á þessum kvörðum er að richterkvarði er mælikvarði á þeirri orku sem losnar í upptökum jarðskjálfta og hefur ekkert takmark, en mercallikvarði segir hversu mikil áhrif skjálfti hefur á landsvæði og mannvirki og hefur 1-12 stig. Kvarðarnir hafa það nú sameiginlegt að ef skjálfti nær richterkvarðanum 7, nær hann mercallikvarðanum X.
Skjálftamiðja og Skjálftaupptök
Skjálftaupptökin voru á vesturhluta Kyrrahafsins á 32km dýpi þar sem Kyrrahafsflekinn sígur undir flekann undir Honshu. Kyrrahafsflekinn er sagður síga undir Honshu flekann og gefur því frá sér mjög mikla orku. Sú hreyfing ýtir síðan efri flekanum niður og verður álagið nógu mikið að það verður að lokum jarðskjálfti
Skjálftamiðja jarðskjálftans var úti á hafi í 130km fjarlægð austur af borginni Sendai og 373km fjarlægð í norð-austur af höfuðborginni Tokyo. Skjálftin endaðist í u.þ.b. 6 mínútur á mörgum stöðum, einnig Tokyo.
Hver er skilgreiningin á þessum hugtökum?
Skjálftaupptök er upptakastaður jarðskjálfta þar sem spenna í berggrunninum losnar og verða jarðskjálftar.
Skjálftamiðja er punktur á yfirborði jarðar sem er beint fyrir ofan upptök jarðskjálfta sem er um að ræða.
Mynd til útskýringar
Hérna er hægt að sjá á myndinni hvernig skjálftaupptökin og skjálftamiðjan virka
Skjálftamiðja (Epicenter) er staðurinn sem liggur beint fyrir ofan skjálftaupptökin á yfirborðinu (staðsett þar sem hringirnir 3 skerast á myndinni).
Skjálftaupptök (Focus) er staðsett þar sem misgengið hreyfist.
Hvernig verða skjálftarit til?
Þegar sveituferlar eru skráður niður ásamt tíma, fæst úr því skjálftarit.
Í skjálftaritinu hér fyrir neðan er um að ræða P-bylgjur og S-bylgjur og er smá munur á þeim.
Hreyfing P-bylgja er líkust samþjöppun, þær ferðast 1,73 sinnum hraðar en S-bylgjurnar og þær koma fyrst fram í skjálftaritum, svo róast allt.
Eftir 13-14 sekúndur eftir að allt róast koma S-bylgjurnar. Þær kallast þverbylgjur og stöðvast í bráðnuðu bergi.
S-bylgjur
P-bylgjur
Skjálftarit jarðskjálftans.
Áhrif á fólk og umhverfi
Skjálftinn orsakaði flóðbylgju sem var allt að 29,6 metra há, sem lenti á norðausturströnd Japans skömmu eftir skjálftan og flæddi 10km inn að landinu. Skjálftinn og flóðbylgjan eyðilögðu yfir 125.000 byggingar og orsökuðu miklar mannskemdir yfir allt Japan. 4,4 milljónir heimila í Japan voru rafmagnslaus og 1,5 milljónir heimila án vatns.
Lögreglan í Japan staðfesti það að 19.747 manns hafi dáið í 18 héruðum í Japan.
Fréttir um jarðskjálftan birtust strax á samfélagsmiðlum. BBC News gerði frétt strax eftir skjálftan og þar var upplýst að 300 manns hafi dáið og 500 verið týnd. Einungis að flóðbylgjan hafi verið 10 metrar á hæð, sem segir að báðar tölur voru í raun mikið hærri þegar skjálftanum lauk og rannsakað var betur.
PrevNext