Book Creator

Nokkur kennsluforrit sem nýtast vel í fjarnámi

by Menntasvið Kópavogsbæjar

Cover

Loading...
Upplýsingatækni menntasvið Kópavogsbæjar
Loading...
Loading...
Loading...
Nokkur kennsluforrit sem nýtast vel í fjarnámi
Loading...
Eftirfarandi smáforrit nýtast nemendum og kennurum vel við umfjöllun og eiga það sammerkt að ganga vel með rafrænum kennslustofum eins og Google Classroom. Auðvelt er að beintengja viðfangsefni úr þeim þangað inn eða senda kóða með vísun í verkefni.
Flestir tenglar hér á eftir eru teknir af:
Explain Everything
Þetta forrit er í raun rafræn skólatafla með öflugum verkfærum. Í fjarnámi getur verið mjög gagnlegt að búa til kennslumyndbönd til að senda til annarra. Þau getur nýst bæði kennurum og nemendum við útskýringar af ýmsu tagi og fyrir kynningar margs konar. Einfalt er að búa til stuttar leiðbeiningar og flytja út sem kennslumyndband. Hér er tækifæri fyrir nemendur að spreyta sig á að gera lítið kennslumyndband um viðfangsefni sem þeir eiga að fjalla um. Nánar hér:

Allir nemendur í 5.-10. bekk í Kópavogi eiga að vera með appið í spjaldtölvunni.
Book Creator
Rafbókagerð er mjög gagnleg í vinnu tengdri námi og kennslu. Kennarar búa til leiðbeiningar eða rit sem tengist ákveðnu efni sem hægt er að senda beint á nemendur. Nemendur geta að sama skapi unnið með viðfangsefni, þess vegna yfir langan tíma, um allt milli himins og jarðar. Það sem rafbókagerðin hefur fram yfir venjulega bókagerð er innsetning á tali, myndböndum, bæði eigin upptökum og annarra (YouTube), vefkrækjum og landakortum Fyrir stuttu var svo bætt verulega við teiknimöguleikana í appinu sem gerir þetta allt miklu meira spennandi. Allir nemendur í 5.-10. bekk í Kópavogi eiga að vera með appið í spjaldtölvunni.
Sjá nánari leiðbeiningar hér:
Kennurum skal einnig bent á að hægt er að búa til bókasöfn fyrir bekkinn inn á vefsíðu Book Creator.
Þar eru valdar ákveðnar rafbækur til skoðunar fyrir nemendur tiltekins hóps. Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar á íslensku eða til að færast yfir á síðu Book Creator og skoða leiðbeiningar á ensku
Quzizz
Þetta verkfæri gerir þér kleift að gera rafræna spurningaleiki, kannanir og próf. Það er auðvelt að búa til efni frá grunni en auk þess er töluvert af íslensku sem hægur vandi er að sækja í gegnum leit og aðlaga sinni kennslu.
Notandinn skráir sig inn á quizizz.com með netfangi og getur strax byrjað að fikta. Quizizz býður upp á þrjár tegundir af þjálfun, hópleik, einstaklingsleik eða einstaklingsþjálfun með flettispjöldum. Fyrir fjarnám fá nemendur sendan kóða á Google Classroom til að opna verkefnið og þjálfa sig í ákveðnum atriðum. Flettispjöldin í Quizizz eru einnig góður kostur í námi. Kennari fylgist með þjálfun og árangri nemenda á sínum síðum og nemandi fær strax viðbrögð við svörun.
Sjá nánar um Quizizz á spjaldtölvuvefnum:


Góðar og myndrænar upplýsingar um virkni Quizizz hér.
Kahoot
Þetta er gott verkfæri til þess að gera nám skemmtilegra - eins og þeir orða það hjá Kahoot. Það svipar til Quizizz og byggir á gerð spurningaleikja og rafrænna kannana. Auðvelt er að senda nemendum Kahoot-leik í gegnum Google Classroom sem þeir geta þjálfað sig í þegar þeim hentar. Töluvert er af íslensku efni þarna inni. Nýjasta viðbótin við Kahoot er að hafa eingöngu myndir sem svarmöguleika sem nýtast sumum nemendum afar vel. Nemendum finnst einnig gaman að búa til Kahoot leiki og því má hugsa sér það sem einn valmöguleika í verkefnaskilum.

Meira hér:
PrevNext