Book Creator

Spjaldtölvur á yngsta stigi

by Kristin Björk Gunnarsdottir og UT-kennsluráðgjafar Menntasviði Kópavogsbæjar

Cover

Loading...
Loading...
Nýjasta uppfærslan ágúst 2023
Spjaldtölvur á yngsta stigi
Efnisyfirlit
bls. 4 Formáli. Margt smátt gerir eitt stórt!
bls. 6 Umgengni við spjaldtölvuna
bls. 8 QR-kóðar fyrir lestur og hlustun
bls.11 Keynote er lykilforrit
bls.13 Sögugerð með Story Creator
bls.14 Book Creator bókargerð
bls.16 Veggspjöld með Book Creator
bls.18 Stuttmyndir með CLIPS
bls.20 Stafræna fótsporið okkar
bls.22 Útskýringar og kennslumyndbönd
bls.24 Hreyfimyndagerð
bls.25 Vinnuseðlar í Pages
bls.28 Myndaveisla með Pic Collage EDU
bls.32 Hugtakakort í Popplet
bls.34 Fjör með Puppet Pals
bls.36 Myndavél í aðalhlutverki
bls.38 Quizizz - krydd í tilveruna
bls.40 Gott teikniverkfæri - Scetches School
bls.42 Appa - frumskógurinn
bls.44 Góð viðfangsefni á vef eða í smáforriti
bls.46 Eftirtektarvert efni og heimildir
Rounded Rectangle
2
Spjaldtölvur á yngsta stigi
3
Formáli
Spjaldtölvur á yngsta stigi
Margt smátt gerir eitt stórt
Spjaldtölvur eru komnar til að vera í grunnskólum Kópavogsbæjar. Frá árinu 2015 hefur verið unnið að innleiðingu þeirra í 5. - 10. bekk. Bekkjarsett hafa einnig verið í notkun í yngri bekkjum með takmörkuðum fjölda tækja en nú hafa mál þróast á þann veg að framboð á tækjum í yngri bekkjum er mjög gott og eru sumir árgangar komnir með tæki á hvern nemanda (1:1). Haldið verður áfram að fjölga tækjum þar sem enn vantar upp á.

Markmiðið með þessu riti er fyrst og fremst að benda á leiðir, smáforrit og viðfangsefni þeim tengdum sem henta nemendum í 1.-4. bekk. Hér er alls ekki um tæmandi lista að ræða í þessari útgáfu og síðar meir verður bætt við og skipt út upplýsingum eins og tilefni gefa til. Einnig verður sýnd dæmi um vinnubrögð í grunnskólum Kópavogs.

Kennarar á yngstu stigum geta vonandi fundið hugmyndir hér fyrir vinnu nemenda sinna og er rafbókin hugsuð til að kveikja hugmyndir að verkefnum, veita upplýsingar og að ekki þurfi að leita langt yfir skammt. Vonandi verður bókin hvatning fyrir kennara að nýta spjaldtölvuna meira með nemendum sínum.
4
Einkunnarorð þessa rits er "Margt smátt gerir eitt stórt" sem er beint til kennara að vera ekki hræddir við að prófa sig áfram með lítil verkefni. Með þeim hætti vex þeim og nemendum þeirra ásmegin. Hlutverk kennarans er að bæta ofan á færni og þekkingu nemenda sinna smátt og smátt og í samræmi við þau hæfniviðmið sem gefin eru upp í námskrá.

Markmið í upplýsingatækni eiga að vera samtvinnuð öllu námi og fer vel á því að samtvinna þau vinnu með spjaldtölvuna í öllum námsgreinum. Eitt af meginverkefnum nútímaskólans er að skila af sér samfélagsþegnum sem eru undir það búnir að lifa í mjög flóknu tæknivæddu samfélagi á öllum sviðum í nánustu framtíð.

Efnið er sett fram í lifandi rafbók en í því felst að bókin getur breyst fyrirvaralaust eins og fram kemur hér á undan. Bætt verður við hana jafnt og þétt og annað tekið út eða uppfært. Slóðin á bókina er alltaf sú sama þó útgáfan breytist.

Lýsingar á hugmyndum eru hafðar knappar sem bætt er upp með vísun í efni á vefsíðum og myndum. Einnig eru sýnd viðfangsefni með kennsludæmum. Kennsludæmi í bókinni eru merkt með
Spjaldtölvur á yngsta stigi
Einkunnarorð þessa rits er "Margt smátt gerir eitt stórt" sem er beint til kennara að vera ekki hræddir við að prófa sig áfram með lítil verkefni. Með þeim hætti vex þeim og nemendum þeirra ásmegin. Hlutverk kennarans er að bæta ofan á færni og þekkingu nemenda sinna smátt og smátt og í samræmi við þau hæfniviðmið sem gefin eru upp í námskrá.

Markmið í upplýsingatækni eiga að vera samtvinnuð öllu námi og fer vel á því að samtvinna þau vinnu með spjaldtölvuna í öllum námsgreinum. Eitt af meginverkefnum nútímaskólans er að skila af sér samfélagsþegnum sem eru undir það búnir að lifa í mjög flóknu tæknivæddu samfélagi á öllum sviðum í nánustu framtíð.

Efnið er sett fram í lifandi rafbók en í því felst að bókin getur breyst fyrirvaralaust eins og fram kemur hér á undan. Bætt verður við hana jafnt og þétt og annað tekið út eða uppfært. Slóðin á bókina er alltaf sú sama þó útgáfan breytist.

Lýsingar á hugmyndum eru hafðar knappar sem bætt er upp með vísun í efni á vefsíðum og myndum. Einnig eru sýnd viðfangsefni með kennsludæmum. Kennsludæmi í bókinni eru merkt með
☘️☘️☘️
5
Spjaldtölvur á yngsta stigi
Umgengni við spjaldtölvuna
Í upphafi þarf að taka góðan tíma í þennan undirbúning. Nemendum er sýnt hvernig á að handfjatla spjaldtölvuna og umgengni við hana sett í ákveðnar skorður. Eftir það er hægt að ræða um tækni og net og þjálfa þá í að verða ábyrgir netborgarar.
Kennsluráðgjafar í upplýsingatækni á Menntasviði Kópavogsbæjar hafa þróað námsvef í samstarfi við fleiri aðila um stafræna borgaravitund þar sem eru fjölmörg verkefni fyrir 1.-10. bekk. Á þessum vef er fjallað ítarlega um hvernig best er staðið að undirbúningi að spjaldtölvunotkun hjá yngri nemendum og mörg atriði tekin til umfjöllunar.
Þegar spjaldtölvur eru teknar í notkun er afar mikilvægt að tala um umgengni við spjaldtölvuna og koma upp ákveðnum umgengnisvenjum hjá nemendum í skólastofunni. Kennarinn ætti að setja upp kerfi og verklag til að stýra notkuninni, hjálpa nemendum að skilja væntingar okkar til umgengninnar og hvetja þá til sjálfstæðra vinnubragða.
6
PrevNext