Book Creator

Skólablað desember 2023

by Valhópur í Höfðaskóla

Pages 4 and 5 of 12

Loading...
Fleiri uppskriftir frá Heklu
Loading...
Brún rúlluterta

Púðursykur 425 gr
Egg 425 gr
Hveiti 125 gr
Mjölsterkja 175 gr
Kakó 50 gr
Natrón 13 gr
Mjólk 33 gr

Þeytið vel saman sykur og egg, á meðan það þeytist sigtið saman þurrefnin. Þegar sykurinn og eggin eru nægilega vel þeytt bætið þá saman þurrefnunum og mjólkinni með sleif.


Deiginu er smurt á bökunarpappír á einni plötu og bakað við 200°c í u.þ.b. 12 mínútur.

Á meðan kakan er í ofninum er kremið búið til:

150 gr smjör
100 gr smjörlíki
230 gr flórsykur
1 egg
1 tsk vanilludropar

Þegar kakan er tilbúin er hún látin kólna áður en kreminu er smurt á og kökunni svo rúllað upp.
Comic Panel 1
Comic Panel 1
Loading...
Karamellukaka

2 egg
70 gr sykur
30 gr hveiti 
35 gr kartöflumjöl
Aðferð:
Egg þeytt mjög vel, sykri bætt út í og þeytt vel saman. Hveiti og kartöflumjöl hrært saman og blandað varlega saman við deigið með gaffli. Sett í form og bakað í 12 mínútur við 200°c.

Karamellukrem:
2 dl rjómi
2 msk. síróp
120 gr sykur
30 gr smjör
1 tsk vanilludropar

Aðferð:
Sjóða rjóma, síróp og sykur saman við vægan hita þar til það verður karamellukennt, það tekur um 10 mínútur. Bæta smjöri og vanilludropum út í. Hella svo karamellunni yfir kökuna þegar hún er orðin köld. 
Loading...
Viðtal við Jón Ólaf Sigurjónsson
Loading...
Hvað heitir þú? Jón Ólafur Sigurjónsson
Hvar ólst þú upp? Skagaströnd
Hvað er uppáhalds hljóðfærið þitt? Bassi
Hver er uppáhalds jólaplatan þín? Hátið fer að höndum ein með Þrjú á palli
Hver er uppáhalds jólamaturinn þinn? Rjúpur
Hver er uppáhalds jólauppskriftin þín? Brúnterta með hvítu kremi frá ömmu
Hvar vinnur þú? Húsvörður Höfðaskóla og slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Skagastrandar. Þá er ég tónlistarkennari, tónlistarmaður og útfararstjóri.
Hver er uppáhalds vinnan þín? Að vera húsvörður í skólanum. Mér finnst samt gaman í hinum vinnunum líka.

Viðtalið er tekið af Gunndísi Kötlu og Katrínu Söru. Við þökkum Jóni Ólafi kærlega fyrir svörin.

Loading...
Comic Panel 1