Book Creator

Njála - kennsluleiðbeiningar

by Brynhildur Thorarinsdottir

Pages 2 and 3 of 100

Loading...
Loading...
Höfundur: Brynhildur Þórarinsdóttir
Útgáfa rafbókar: 2022
Loading...
Loading...
Um kennsluleiðbeiningarnar
Loading...
Kennsluleiðbeiningarnar gerði Brynhildur Þórarinsdóttir, höfundur endursagnar Njálu fyrir börn (Mál og menning, 2002). Brynhildur er íslenskufræðingur og dósent við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Brynhildur hefur sent frá sér fjölda barnabóka, þar á meðal þrjár endursagnir úr Íslendingasögum, Njálu, Eglu og Laxdælu, sem Margrét Laxness myndlýsti. Bækurnar eru víða notaðar í grunnskólum og eru kennsluleiðbeiningar til við þær allar.
Loading...
Loading...
Brynhildur heldur líka úti vefnum www.islendingasogur.is sem styrktur var af Þróunarsjóði námsgagna. Vefurinn er barnvænn og auðlesinn og hægt er að hlusta á efni hans. Vefurinn gagnast við verkefnavinnu en minna þarf nemendur á að geta heimildar. Að sama skapi er leyfilegt að nota texta hans við kennslu ef heimildar er getið.

Vefurinn er viðbót við endursagnirnar og svarar mörgum spurningum sem brenna á ungum lesendum. Við hönnun var gengið út frá því að börn gætu bjargað sér sjálf í vefleiðangrinum. Hönnuður vefsins er Dagný Reykjalín hjá Blekhönnun.