Book Creator

Hvar er best að byrja?

by Fjóla Sigurðardóttir og Ragnheiður Daníelsdóttir

Cover

Loading...
Handbók fyrir kennara
Loading...
Hvar er best að byrja?
Loading...
Hugmyndir og leiðbeiningar að forritum til að nota í kennslu
Loading...
Fjóla Sigurðardóttir og Ragnheiður Daníelsdóttir
Efnisyfirlit
Efnisyfirlit
Til kennara . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Inngangur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Book Creator . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Flipgrid . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Gimkit Live . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Hlaðvarp . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Kveðja . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
Til kennara
Markmið okkar með þessum leiðbeiningum er að aðstoða þig við að tileinka þér tæknilegar kennsluaðferðir á einfaldan máta. Forritin sem við völdum í handbókina eru þægileg, nothæf í fjölbreytt verkefni og vinsæl meðal nemenda.

Handbókin er byggð upp með það í huga að þú getir byrjað frá grunni í notkun tækni í kennslu áður en þú tekur næsta skref í flóknari útfærslum.

Til er ógrynni af leiðbeiningum sem þessum á netinu en okkur fannst vanta vettvang þar sem hægt er að sækja einfaldar hugmyndir á íslensku í einn hugmynda- og leiðbeiningabanka.

Handbókin samanstendur af umfjöllun um fá en vel valin forrit og er ástæðan sú að við teljum það geti létt undir með þér, því oft er erfitt að vita hvar best er að byrja og hvað sé við hæfi. Þetta er því byrjunarreitur fyrir þig til að auka tækni í kennslu þinni smám saman.
Inngangur
Það er okkar trú að allir kennarar geti lært að nota tækni í kennslu þannig að hún auki áhuga, sköpun og þekkingu nemenda á fjölbreyttan hátt. Upplifun okkar á vettvangi bendir til þess að margir kennarar séu smeykir við að auka tækninotkun í kennslu því margt sé í boði og getur verið erfitt að ákveða hvar best sé að byrja.
Við viljum með þessari handbók veita kennurum verkfæri sem gefur þeim tækifæri til að byrja á byrjunarreit og hjálpar þeim þannig að auka þekkingu sína, færni og öryggi um leið.
Book Creator
Inngangur

Með Book Creator er hægt að búa til rafrænar bækur með fjölbreyttum möguleikum. Hægt er að gera þær gagnvirkar og tengja orð og myndir við tengla á netinu. Hægt er að bæta við eigin myndböndum eða sækja þau af t.d. YouTube. Setja má inn tónlist eða taka upp eigin rödd og lesa þannig bókina upphátt ásamt því að teikna á blaðsíðurnar.

Hægt er að hlaða niður bókinni á PDF-skjali en einnig er hægt að fá tengil svo að aðrir geta opnað hana á netinu.
Kennslumyndband
Af hverju Book Creator?

Sköpun nemenda þarf að viðhalda og tjáningu þarf að rækta. Með þessu forriti er nemendum veittur vettvangur til að tjá skilning þeirra á því viðfangsefni sem tekið er fyrir. Með þeim fjölbreyttu möguleikum sem í boði eru, geta nemendur leyft ímyndunaraflinu að leika lausum hala hvort sem þau gera það einsömul eða í hópum.
PrevNext