Book Creator

Rafbók og stærðfræði

by Brynjar Olafsson

Pages 2 and 3 of 10

Loading...
Brynjar M. Ólafsson
namsvefir@gmail.com
Loading...

Reykjavík, 2020
Bók þessa má afrita og dreifa að vild :)
Loading...
Formáli
Loading...
Þessi "bók" er sett fram til að sýna dæmi um notkun rafbóka í stærðfræði.
Mjög líklega eru til ótal fleiri leiðir en ef þessi rafbók getur kveikt áhuga hjá þér lesandi góður og hvatt þig til að huga að notkun rafbóka og prófa að nýta möguleikana sem rafbækur bjóða þá er tilganginum náð.


Með því að smella á þennan tengil má sjá hvernig rafbókin er tengd við SAMR módelið sem var sett fram af Dr. Ruben Puentedura en hefur verið þýtt á íslensku m.a. af Ingva Hrannari Ómarssyni undir heitinu SVAN módelið. Þar er fjallað um fjögur stig við innleiðingu á tækni í skólastarfi og reyni ég að sjá fyrir mér hvernig stærðfræðikennsla gæti verið á þessum fjórum stigum.
Þessi bók er sett fram í svipuðum stíganda þannig að möguleikar sem rafbækur bjóða upp á koma betur fram eftir því sem á bókina líður.


Þetta er ekki hugsað sem kennslubók í stærðfræði heldur eigin hugleiðingar og kynning á því sem rafbókarformið býður upp á. Bæði er hugað að því hvernig kennari getur sett fram efni fyrir nemendur en líka eru sett fram dæmi um hvernig nemandi gæti útbúið sína eigin rafbók í tengslum við efni sem hann er að vinna.