Book Creator

Úti er ævintýri

by MSHA HA

Pages 2 and 3 of 49

Úti er ævintýri
Loading...
Hér byrjar ævintýrið!
Loading...
Þú getur valið að fara litla hringinn (merktur með svörtum stjörnum) eða stóra hringinn (bæði svartar og rauðar stjörnur)
Loading...
Loading...
Víðs vegar um skóginn eru sögupersónur úr barnabókum og ef þú fylgir vísbendingunum þá finnur þú þær allar.

Þú þarft bara að lesa vísbendingarnar vel og skoða kortið. Einnig er hægt að velja „hljóðmerkið“ og þá getur þú hlustað á vísbendingarnar.

Upphafsreiturinn er hér við skiltið og ef þú lítur til hægri sérð þú fyrstu sögupersónuna.

Þegar þú ert tilbúin(n) flettir þú á næstu síðu og finnur þar næstu vísbendingu og svo koll af kolli.
Loading...
Loading...
Loading...
Víðs vegar um skóginn eru sögupersónur úr barnabókum og ef þú fylgir vísbendingunum þá finnur þú þær allar.

Þú þarft bara að lesa vísbendingarnar vel og skoða kortið. Einnig er hægt að velja „hljóðmerkið“ og þá getur þú hlustað á vísbendingarnar.

Upphafsreiturinn er hér við skiltið og ef þú lítur til hægri sérð þú fyrstu sögupersónuna.

Þegar þú ert tilbúin(n) flettir þú á næstu síðu og finnur þar næstu vísbendingu og svo koll af kolli.
Loading...
Munum að þrátt fyrir að sögupersónurnar séu stórar og sterkar þá þarf að fara varlega að þeim svo að þær endist vel og lengi og prýði skóginn okkar um ókomna tíð.

Velkomin(n) í ratleikinn Úti er ævintýri. Fyrst á vegi þínum er Stóra skrímlið. Það stendur við Kjarnatún.

Varstu búin(n) að sjá ugluna? Stundum er ekki nóg að líta bara til hægri og vinstri! 
Fíasól
Stóra skrímslið
er hugmyndaríkur, uppátækjasamur og kraftmikill fjörkálfur sem lendir í skemmtilegum ævintýrum á hverjum degi.

Fíasól býr í Grænalundi í Grasabæ með foreldrum sínum, eldri systrum og hundunum sínum.

Höfundur er Kristín Helga Gunnarsdóttir og myndhöfundur er Halldór Baldursson.
er stórt, slánalegt og dálítið klunnalegt í hreyfingum. Stóra skrímslið er gjarnan dálítið hömlulaust í gleði og sorg. Það getur líka verið frekt og sjálfselskt en er þó hjálpsamt þegar á reynir. Persónuleikinn er hrjúfur en meyr inn við beinið.

Skrímslabækurnar eru samstarfsverkefni þriggja norrænna rithöfunda: Áslaugar Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal.
Ef þú vilt finna Fíusól þá skaltu fylgja stígnum til hægri, í átt að leiksvæðinu með aparólunni.

Nálægt Fíusól má finna garðahlyn sem var gróðursettur 1990. Þar í kring má líka finna kerfil. Það er bæði til spánarkerfill sem lyktar eins og anís (lakkrís) og skógarkerfill. Kerfil er hægt að nota í ýmislegt og er hann sagður vera mjög hollur.
Fíasól
er hugmyndaríkur, uppátækjasamur og kraftmikill fjörkálfur sem lendir í skemmtilegum ævintýrum á hverjum degi.

Fíasól býr í Grænalundi í Grasabæ með foreldrum sínum, eldri systrum og hundunum sínum.

Höfundur er Kristín Helga Gunnarsdóttir og myndhöfundur er Halldór Baldursson.
Ef þú vilt finna Fíusól þá skaltu fylgja stígnum til hægri, í átt að leiksvæðinu með aparólunni.

Nálægt Fíusól má finna garðahlyn sem var gróðursettur 1990. Þar í kring má líka finna kerfil. Það er bæði til spánarkerfill sem lyktar eins og anís (lakkrís) og skógarkerfill. Kerfil er hægt að nota í ýmislegt og er hann sagður vera mjög hollur.
Baktus
Kuggur
lifir sannkölluðu sældarlífi í munninum á dreng einum sem borðar of mikið af óhollum mat og burstar ekki tennurnar. Baktus og Karíus bróðir hans eru söngglaðir hrekkjalómar sem hafa gaman af því að kvelja drenginn með því að höggva í tennurnar á honum.

Karíus og Baktus er sígilt ævintýri eftir Norðmanninn Thorbjörn Egner. Sagan kom fyrst út á bók árið 1949 og hefur notið vinsælda allar götur síðan.
er góður, hjálpsamur og forvitinn drengur. Bestu vinir hans eru furðudýrið Mosi og stuðboltarnir Málfríður og mamma Málfríðar.

Þau bralla ýmislegt saman; finna upp hluti, bjarga prinsi, lenda í ferðaflækju og gera hvern dag eftirminnilegan.

Höfundur mynda og texta er Sigrún Eldjárn.
Ef þú vilt finna næstu sögupersónu skaltu ganga aðeins lengra eftir stígnum. Þegar þú sérð Rauðakrossbekkinn sem er umvafinn sírenum og hlyntrjám skaltu líta í kringum þig.
Viltu halda áfram?

Kuggur er við Kjarnavöll en þar eru ýmis skemmtileg leiktæki eins og til dæmis aparólan. 
Kuggur
er góður, hjálpsamur og forvitinn drengur. Bestu vinir hans eru furðudýrið Mosi og stuðboltarnir Málfríður og mamma Málfríðar.

Þau bralla ýmislegt saman; finna upp hluti, bjarga prinsi, lenda í ferðaflækju og gera hvern dag eftirminnilegan.

Höfundur mynda og texta er Sigrún Eldjárn.
Viltu halda áfram?

Kuggur er við Kjarnavöll en þar eru ýmis skemmtileg leiktæki eins og til dæmis aparólan. 
Búi
Greppikló
er hrifnæmur náttúruunnandi og bókaormur. Milli þess sem hann liggur í bókum og spjallar við dýr, blóm og aðrar verur dreymir hann dagdrauma og hugsar upp ný orð. Lífið er því nokkuð notalegt hjá þessum ljúflingi nema þegar hann lætur áhyggjurnar ná tökum á sér.

Búi er hluti af Tulipop ævintýraheiminum, sem er innblásinn af íslenskri náttúru og fjölbreytileika mannlífsins. Höfundar Tulipop bókanna eru Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir.
er hrikaleg skepna með tryllingsleg augu, flugbeittar tennur og klær, með eitraða vörtu á trýninu og gadda á bakinu.

Greppikló finnst best að borða dýr en hún er ekki gáfaðasta dýrið í skóginum.

Höfundur sögunnar um Greppikló er hin breska Julia Donaldson og myndhöfundur er hinn þýski Axel Scheffler. Þórarinn Eldjárn þýddi snilldarlega.
Búi hefur falið sig í skóginum. Þú þarft að fara yfir rauðu og grænu brúna.

Á leið þinni eftir skógarstígnum skaltu horfa í kringum þig – þú gætir séð glitta í einhverja smávaxna, hvíta furðuveru.
Haltu áfram að fylgja skógarstígnum þar til þú kemur að Grenilundi.

Þar væri notalegt að setjast niður á bekkinn með nesti og hlusta á lækjarniðinn. Þar er líka Greppikló.
PrevNext