Book Creator

Foreldrahandbók Álfaheiðar

by Hildur Hálfdanardóttir

Pages 4 and 5 of 13

Loading...
Að koma og fara
Loading...
Leikskólinn leggur áherslu á að taka vel á móti hverju barni. Foreldrum ber að afhenda barn til starfsmanna þegar komið er í leikskólann og láta starfsmann viðkomandi deildar vita þegar barnið er sótt. Mikilvægt er að foreldrar virði þann tíma sem þeir kaupa því vinnutími starfsmanna er skipulagður með tilliti þess.

Foreldrar skrifa undir eyðublað um hverjir mega sækja barnið í leikskólann og er það ekki afhent öðrum en þeim sem eru á listanum nema um annað hafa verið samið. Mikilvægt er að foreldrar tilkynni starfsmönnum ef barn er sótt af öðrum.

Vinsamlegast athugið að aka varlega í næsta nágrenni leikskólans. Það er mikill mengunarvaldur að hafa bíla í gangi á bílastæðunum, vinsamlegast takið tillit til þess. Mikilvægt er að loka alltaf hliðinu að lóð leikskólans öryggisins vegna.

Loading...
Loading...
Matur og næring
Loading...
Matartímar og borðhald hafa mikið uppeldislegt gildi og lögð er áhersla á hollan og fjölbreyttan mat. Matarstefna leikskólans styðst við ráðleggingar Embættis landlæknis.
Boðið er upp á morgunverð, hádegisverð og síðdegishressingu í leikskólanum. Matseðill er kynntur foreldrum á deildum og á heimasíðunni.

Ef barn er með ofnæmi eða mataróþol er reynt að koma til móts við það í samráði við foreldra en ávallt þarf að skila inn vottorði frá viðurkenndum lækni.

Vinsamlegast komið ekki með mat í leikskólann því þar geta dvalið börn með bráðaofnæmi.

Loading...
Loading...
Loading...