Book Creator

Foreldrahandbók Álfaheiðar

by Hildur Hálfdanardóttir

Pages 6 and 7 of 13

Loading...
Svefn og hvíld
Loading...
Svefn og hvíld er barni nauðsynleg ekki síst á fyrstu árum ævinnar þegar vöxtur og þroski er sem örastur. Þreytt barn á erfitt með að takast á við langan vinnudag í leikskólanum. Lögð er áhersla á að öll börn eigi kyrrláta hvíldarstund á degi hverjum þar sem þau ýmist sofa, hlusta á sögu, rólega tónlist eða fara í jógaleiki. Með því að hlúa að svefnvenjum þeirra hlúum við í leiðinni að líkamlegri og andlegri heilsu þeirra. Því vekjum við ekkert barn á yngri deildum fyrr en eftir kl. 13:30. Svefn fyrir klukkan 14 á daginn hefur ekki áhrif á nætursvefn.

Loading...
Loading...
Loading...
Fatnaður
Loading...
Að klæða sig í og úr er liður í námi barns. Mikilvægt er að fatnaður sé þægilegur þannig að það geti klætt sig sjálft allt eftir aldri og getu. Það eykur sjálfstæði barnsins og styrkir sjálfsmyndina. Í leikskólanum er unnið með ýmis efni s.s. liti, lím og málningu sem geta farið í föt barnanna, vinsamlegast takið tillit til þess.
Klæðnaður barns þarf að vera í samræmi við veðurfar og hafa ber í huga að veður getur breyst snögglega því er nauðsynlegt að hafa aukafatnað meðferðis. Athuga þarf reglulega í körfu barnsins, fara yfir aukafatnað og athuga hvort föt barnsins hafa ratað í þurrkskápinn.

Mikilvægt er að merkja allan fatnað því í stórum barnahópi getur verið erfitt að vita hver á hvað.
Snuð, bleiur, blautþurrkur og aðrar eigur barnsins sem foreldrar koma með að heiman eru geymd í merktum körfum. Hólf þarf að tæma á föstudögum vegna þrifa.

Loading...